Unglingaskipti Lions er eitt stærsta alþjóðlega verkefni Lions. Ungu fólki er gefinn kostur á að kynnast daglegu lífi, starfi og menningu annarra þjóða með því að búa hjá fjölskyldum Lionsmanna í öðrum löndum, ásamt því að dvelja í unglingabúðum. Árlega fara 15-20 íslenskir unglingar til nokkurra vikna dvalar erlendis og álíka margir erlendir unglingar koma til Íslands.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir fór á síðasta ári á vegum Lkl. Víðarrs á svæði 8 í 109A og gerði hún myndband um ferðina. Þar má sjá talsvert um þá lífsreynslu sem þessir krakkar lenda í.
Slóð á myndbandið er hér.