Úrslit alþjóðlegu ritgerðar-samkeppninnar

kraftur friarinsNú er komin niðurstaða í ritgerðasamkeppni Lions um FRIÐ. Ritgerðirnar voru einlægar og fallegar og sýndu sannan áhuga á friði í heiminum. Dómnefnd hefur lesið yfir og metið ritgerðarinnar. Niðurstöður dómnefndar voru þær að ritgerðina, sem var valin í fyrsta sæti, skrifaði:

Íva Marín Adrichem

Vinningshafinn fær verðlaun og viðurkenningarskjal. Aðrir þátttakendur fá þakkarskjöl. Athöfn til að afhenda verðlaun, viðurkenningar- og þakkarskjöl verður í:
Lionsheimilinu Sóltúni 20, Reykjavík,
miðvikudaginn 30. mars kl. 16:00-17:00
Alþjóðleg ritgerðarsamkeppni Lions um frið, er ætlað ungmennum sem eru blind eða sjónskert (skv. viðmiðun sem gildir í heimalandi þeirra) og eru á aldrinum 11-13 ára, miðað við 15. nóvember 2010. Markmiðið með keppninni er að hvetja börn til að hugsa um frið, sjá heiminn í stærra samhengi og að leggja sitt af mörkum í friðarumræðunni.

Alþjóðasamband Lionsklúbba hefur staðið fyrir samkeppni um gerð friðarveggspjalds, meðal 11–13 ára ungmenna árlega í meira en tvo áratugi. Ungmennum hefur verið gefið tækifæri til að tjá sig í myndlist og túlka sínar hugmyndir í litum, línum og formum um frið, friðarboðskap og framtíðarsýn þeirra. Um fjórar milljónir ungmenna í yfir 100 löndum hafa tekið þátt í þessari samkeppni Lions. Nú er í fyrsta sinn haldin ritgerðarsamkeppni um frið, sem sérstaklega er ætluð blindum og sjónskertum ungmennum.

Það er Alþjóðasamband Lionsklúbba sem stendur fyrir þessar samkeppni um allan heim, en það er í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar – UNESCO og er mikilvægur þáttur í friðaruppeldi barna og unglinga. Lionshreyfingin starfar í 206 þjóðlöndum og eru Íslendingar einn hlekkur í þeirri stóru keðju með um 2.400 Lionsfélaga starfandi í 90 klúbbum um allt land.

Þema ritgerðarsamkeppninnar í ár er “Kraftur friðarins”

Lionsklúbburinn Perlan í Reykjavík, stendur fyrir keppninni hér á landi. Ritgerðin má ekki vera lengri en 500 orð, vélrituð með tvöföldu línubili. Hver og einn má aðeins senda inn eina ritgerð og þarf hann að semja ritgerðina sjálfur. Ritgerðin má ekki hafa birst áður opinberlega og ritstuldur er stranglega bannaður. Ritgerðina má skrifa á íslensku eða ensku. Íslenska vinningsritgerðin verður þýdd á ensku, áður en hún er send út í alþjóðlegu samkeppnina.
Með ritgerðinni þarf að fylgja útfyllt eyðublað (upplýsingar) um höfund ritgerðarinnar.

lions@lions.is og gudrun@hraunfolk.net

Niðurstöður samkeppninnar verða tilkynntar eftir 15. mars. Sá sem vinnur ritgerðarsamkeppnina á Íslandi fær verðlaun og viðurkenningarskjal. Ritgerðin og mynd af höfundi verður birt í Lionsblaðinu.

Vinningsritgerðin verður send í alþjóðlegu samkeppnina, en úrslit hennar verða kynnt í júní. Fyrstu verðlaun í alþjóðlegu samkeppninni eru 5.000 Bandaríkjadalir. Alþjóðlega vinningsritgerðin verður eign Alþjóðasambands Lionsklúbba og verður birt og notuð til kynningar á verkefninu.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún B. Yngvadóttir, s. 896-7097, 565-7097, netfang gudrun@hraunfolk.net

Eyðublað fæst á eftirfarandi tengingu

Eyðublað