Varnir gegn sykursýki

sykurskisvarnirSykursýki
Baráttumál Lionshreyfingarinnar í áratugi.

Sá sjúkdómur sem er í hvað mestri sókn á Vesturlöndum þessi árin er áunnin sykursýki af gerð tvö. Aukin þyngd manna og auknar kyrrsetur bjóða heim þessum vágesti.  Talið er að hunduð manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita það. Þessi sjúkdómur leggur fólk að velli  hljóðlega og er án einkenna lengi framan af en getur valdið blindu og eyðilagt blóðrásina í fótum ef hann greinist ekki fljótt. Greiningin er einföld og smá blóðdropi getur bent til að að ástæða sé til að leita læknis.

Baráttan fyrir því að fræða fólk um sjúkdóminn og finna þá sem ganga með dulda sykursýki hefur verið mikið baráttumál Lionshreyfingarinnar í tæp 60 ár.

Lionshreyfingin á Íslandi hefur gefið út fræðslubækling um sjúkdóminn, orsakir og afleiðingar, og margir klúbbar hafa boðið upp á ókeypis blóðsykursmælingar í sínum byggðarlögum. Lions skrifstofan getur skaffað klúbbunum þau tæki sem til þarf  að framkvæma þetta.  Samkvæmt skýrslum klúbba finnast yfirleitt í hverri skimun tveir til fjórir sem ástæða er að skoða nánar og senda til heimilislæknis.

Alþjóðahreyfingin veitir styrki til þessara mála til svæða og umdæma. Hreyfingin og einstakir klúbbar reka sérstaklega margvíslegar sumarbúðir fyrir börn með sykursýki um allan heim. Þar skemmta þau sér eðlilega án takmarkana og eru virk. Læra hvernig þau eiga að stjórna blóðsykrinum rétt og lifa með sínum sjúkdómi. Engin á að þurfa að fatlast eða deyja af völdum sykursýki ef sjúkdómurinn uppgötvast tímanlega. Markmið Lionshreyfingarinnar er að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að hemja þennan vágest.