Villimannakvöld hjá Lionsklúbbnum Geysi 17. febrúar 2012

Að kvöldi Þorraþrælsins þann 17 febrúar síðastliðinn stóð Lionsklúbburinn Geysir fyrir Villimannakvöldi í Úthlíð í annað sinn. Þetta var karlasamkoma. Megintilgangur kvöldins var að gæða sér á hrossaketi og hrossabjúgum í miklu magni ásamt meðlæti og að sjálfsögðu að kæta andann, sýna sig og sjá aðra.

2012_Villimannakvold_17.feb
F.v. Hafsteinn Hannesson hjá Matvælastofnun, Kristófer A. Tómasson Lkl. Geysi og Umdæmisstjóri 109A og afmælisbarnið Hilmar Ragnarsson Lkl. Geysi og húsasmíðameistari. 

Þarna komu saman hátt í 100 lionsmenn úr allmörgum klúbbum. Til dæmis birtust rúmlega 20 lionskarlar úr Grindavík og allnokkrir úr klúbbunum á Höfuðborgarsvæðinu og öðrum klúbbum í Árnessýslu. Nokkrum vinir og velunnarar lionsmanna voru á samkomunni.

2012_Johannes_og_Bjarni_buralegir__i_eldhusinu
Geysisfélagarnir f.v. Jóhannes Helgason og Bjarni Kristinssona siðameistari í eldhúsinu

Veislustjóri var Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður og fór hann á kostum. Meðal þeirra sem fluttu gamanmál voru Árni Johnsen alþiningismaður, Sveinn Sæland blómabóndi, fulltrúar Grindvíkinga og ekki síst aðalgestgjafinn Björn Sigurðsson bóndi í Úthlíð en honum var tíðrætt um að Biskupstungnamenn hefðu aldrei tapað orrustum.

2012_Jon_Palmason_vefstjori_og_Gudmundur_Ingolfsson_felagi_i_Geysi
F.v. Jón Pálmason netstjóri og formaður lkl Viðarrs og Guðmundur Ingólfsson lkl Geysi

Grindvíkingar sungu hraustlega og það gerðu reyndar allir veislugestir. Skálholtsorganisti lék undir. Hilmar Ragnarsson félagi í Lkl Geysi sá yngsti í hópi villimanna varð þrítugur þennan dag og voru honum veittir glaðningar að því tilefni. Í lok samokmunnar var bryddað uppá happdrætti undir stjórn Guðmundar Ingólfssonar.

2012_Gengid_ad_gardanum
Gengið að garðanum.

2012_Bordhald
Fremstur til hægri afmælisbarnið Hilmar Ragnarsson. Fremstur til vinstri Jón Bjarnason organisti í Skálholti. Aftar við borðið grillir í garðyrkjubændurna Sveinn Sæland og Helga Jakobsson og fjær félaga í Lkl Þorlákshafnar. Við borðið til hægri má sjá Guðmund Rafnar ritstjóra í Lkl Laugardals

Það var mál manna að skemmtuninu hefði tekist hið allra besta og lauk henni um kl 1:00 eftir miðnætti. Ekki er vafamál að samkoman verður endurtekin á þorraþrælnum 2013.

Kristófer A Tómasson lkl Geysi.