Dr. Patti Hill alþjóðaforseti Lions 2023-2024 heimsækir Lions á Íslandi mánudag 27. og þriðjudag 28. maí

Taktu dagana frá, til að geta hitt Patti á meðan hún er hér.
Á dagskrá er eins og venjulega OPIÐ HÚS í Lionsheimilinu
Hlíðasmára og Patti plantar forsetatrénu sínu í Ásbjarnarlundi.
 
Patti hefur sérstakan áhuga á að taka virkan þátt í verkefnum  
Lionsklúbba og við sýnum henni verkefni sem við erum stolt af.

Patti forseti leggur áherslu á að breyta heiminum, 
með því að leggja lið enn meira en áður, við styðjum
– einn einstakling í einu –  eitt samfélag í einu – 
þannig breytum við heiminum og gerum hann að betri stað.

Tímasett dagskrá verður kynnt um miðjan apríl.