Leiðtogaskóli Lions 2025 - RLLI

Markmiðið með Leiðtogaskólanum er að þjálfa leiðtoga, byggja upp félagana og styrkja klúbbstarfið. Námskeiðið hentar sérstaklega vel viðtakandi klúbbstjórnum og þeim sem taka að sér stjórnunarstörf í Lions. Námið er mjög mjög þroskandi og eflir þig sem einstakling og starfsmann. Námskeiðið verður haldið í Lionsheimilinu.

Kennt er íslenskað efni sem Lions Clubs International hefur útbúið fyrir leiðtogaþjálfun (Leadership Development) fyrir Leiðtogaskólana (RLLI: Regional Lions Leadership Institute). Námsefni og kennsla er á íslensku og þátttakendafjöldi takmarkaður. 

Leiðbeinendur: Halldór Kristjánsson LCIP, Jón Pálmason FDI, Úlfur Atlason FDI og Sigfríð Andradóttir PDG.

Smelltu hér til að skrá þig. Skráning stendur yfir til og með 10. febrúar 2025.

Allar frekari upplýsingar veitir Halldór Kristjánsson, halldor@tv.is og í síma 520 9000.

Dagskrá

Námskeiðið er haldið 14., 15. og 16. febrúar 2025 kl. 9:00-16:30. Öll námsgögn, hádegismatur og síðdegiskaffi er innifalið. Skyldumæting er alla dagana þrjá til að öðlast viðurkenningu á þátttöku. Námskeiðið er staðnámskeið haldið á höfuðborgarsvæðinu.

  • Opnun: Dagskráin og vinnureglur kynntar. Farið í hópverkefni og ísbrjóta til að auka kynni þátttakenda og mynda jákvætt námsumhverfi. Á námskeiðinu vinna þátttakendur verkefni saman og skila skýrslu um það í lok námskeiðs. Verkefni og hópaskipting eru ákveðin fyrir námskeiðið og afhent þátttakendum til undirbúnings og vinnslu.
  • Fjölbreytileiki: Fjallað er um víddir fjölbreytileika og þann ávinning sem hann getur veitt klúbbum. Þátttakendur munu læra aðferðir til að sigrast á áskorunum og leiðir til að skapa andrúmsloft sem styður við fjölbreytileika.
  • Bakland Lions: Farið er yfir sögu samtakanna, meginreglur og uppbyggingu og þátttakendur ræða kosti aðildar.
  • Að virkja og hvetja: Þessi lota er um að kanna persónulegar þarfir, hvata og greina aðferðir sem geta leitt til, eða komið í veg fyrir, áhuga og virkni.
  • Að setja og ná markmiðum klúbbs: Lögð er áhersla á gildi þess að setja markmið fyrir klúbbstarfið og fjalla um leiðir til að ná markmiðum með markvissum aðgerðum og aðferðum.
  • Þátttaka í teymi: Þátttakendum eru kynnt einkenni skilvirkra teyma og hvernig árangursrík teymi verða til og þróast.
  • Eigin markmiðasetning: Þátttakendur eru leiddir í gegnum röð athafna sem hjálpa þeim að þróa sína eigin markmiðsyfirlýsingu.
  • Tímastjórnun: Farið er yfir mikilvægi tímastjórnunar, fjallað um hindranir sem geta gert tímastjórnun erfiða og skilgreindar aðferðir sem hjálpa þátttakendum við að yfirstíga þær hindranir.
  • Ræðuflutningur: Kennt er að búa til ramma til að undirbúa ræður og gefnar leiðbeiningar um skilvirkan ræðuflutning með umræðu og æfingum.
  • Fundastjórnun: Farið er yfir skipulag funda, undirbúning, fundarstjórnun og eftirfylgni til að gera fundi árangursríka og gagnlega.
  • Annað sem tekið er fyrir: Auk þeirra atriða sem þegar hafa verið nefnd þá eru alltaf tekin fyrir önnur málefni á Leiðtogaskóla Lions s.s. virk hlustun og samskipti, áskorun til breytinga og annað áhugavert efni.

Mat og afhending skírteina: Náminu lýkur með mati og afhendingu viðurkenningarskjals frá LCI.