Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga í samstarfi við Augndeild Landspítala Háskólasjúkrahús hélt fræðslufundar um aldurstengda augnbotnahrörnun (AMD) mánudaginn 19. maí á Grand Hótel.
Markmið fundarins var að fræða notendur, fagfólk og aðstandendur um aldurstengda augnbotnahrörnun, meðferðir og þau hjálpartæki sem geta nýst.
Aldurstengd augnbotnahrörnun er algengasta orsök sjónskerðingar hjá fólki yfir sextugu.
Fundurinn var fróðlegur og vel sóttur. Hvammur varð strax of lítill salur, svo flytja þurfti fræðslufundinn inn í stóra salinn Gullteig. Áætlað var að um 240 manns hefðu sótt þennan fund.
Dagskráin var í höndum Sigríðar Másdóttur, Sigríðar Þórsdóttur, Óskars Jónssonar augnlækna og
Estel Björnsson og Völu Jónu Garðarsdóttur.
Fjallað var um þjónustu þekkingarmiðstöðvarinnar, sagt frá einkennum, lækningamöguleikum og sýnd voru gagnleg hjálpartæki.