2.Svæðisfundur á svæði 6 109 B, haldin Á Dalvík 25.janúar 2014.

Á fundinn mættu fulltrúar allra klúbba á svæðinu, samtals 23 félagar, margt var rætt á fundinum en þar  bar hæðst sá merki atburður að svæðisverkefni var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Husa_1Husa_2Hér er María form Aspar að ræða um Bangsaverkefnið og síld og brauð með kaffinu.

Bangsaverkefnið þar sem allir klúbbar á svæðinu taka saman höndum um að láta framleiða tuskudýr/ bangsa til að gefa til sjúkraflutninga á Þingeyjar og Eyjafjarðarsvæðinu. Þessi litlu tuskudýr verða framleidd á vernduðum vinnustað, Bjargi/Iðjulundi.        Samþykkt var að Lionsklúbbarnir Ösp og Ylfa á Akureyri, sameinist um að setja á nefnd sem sér um verkefnið og verður þessi nefnd starfandi til 5 ára í senn í samstarfi við Svæðisstjóra hverju sinni. Gerður er sér samningur um framkvæmd verkefnisins sem fulltrúar allra klúbba skrifa undir. Þetta verkefni er í beinu framhaldi af því að Lk Húsavíkur gaf bangsa í sjúkrabíla á þessu svæði á síðasta ári og var því tekið með þökkum. Gaman er   að svona verkefni geti komist á með þátttöku allra klúbba á svæðinu.

Husa_3Husa_4Husa_5

Husa_6Það er gaman á svæðisfundum á svæði 6 í 109 B  hér er verið að samþykkja Bangsaverkefnið.

Rætt var um IBBY lestrarverkefnið, Tryggvi Kristjánsson varafjölumdæmisstjóri kynnti verkefnið og fór yfir það helsta um verkefnið, þar sem nefndarfólk í IBBY nefndinni  komst ekki á fundinn, en þeim var boðið að taka þátt í umræðunni. Sitt sýndist hverjum um þetta verkefni. Flestir sem tóku til máls  voru á því að ekki væri ástæða til að leggja í kostnað við prentun  bóka, því að málið væri ekki að það vantaði bækur, nóg er til að bókum á Íslandi, heldur lögðu fundargestir annan skilning í verkefnið, sem væri sá, að Ybby væri verkefni sem styðja ætti við þær þjóðir sem ekki hefðu aðgang að bókum og væri því nær að koma að þessu verkefni á annan hátt hér á landi t.d. að vekja áhuga barna á lestri með því að lesa fyrir þau og finna áhugasvið hvers og eins og reyna að vekja áhuga á lestri á því áhugasviði.

Á fundinum buðu Sunnukonur fundargestum kaffi og bakkelsi og Lionsfélagar frá Húsavík buðu rúgbrauð,egg og síld, sem þeir framleiða, Hlífar Karlsson formaður Lk. Húsavíkur  sagði frá tilkomu þessa síldar sem klúbbfélagar framleiddu fyrir jól og aftur núna fyrir þorrann. Flottur fundur og góð mæting.

Kv: Birgir Þór Svæðisstjóri.