Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Skemmtinefnd Lionessuklúbbs Keflavíkur stendur fyrir hinni árlegu Góugleði ár hvert. Á þessu kvöldi er ávallt happdrætti sem allir taka þátt í. Vinningum er safnað hjá einstaklingum, fyrirtækjum og þá gefa fjölmargir listamenn vinninga til happdrættisins.
Lionessur ásamt Fanney forstöðuþroskaþjálfa og þeim Ara Páli Vignissyni og Berglindi Daníelsdóttur. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarsson
Ágóðinn af happdrættinu er notaður til að styrkja þá sem þurfa á aðstoð að halda og það hefur klúbburinn gert í ein 25 ár.
Í ár veitti skemmtinefnd Lionessuklúbbs Keflavíkur 300.000 króna styrk til Hæfingarstöðvarinnar við Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ. Hæfingarstöðin er að byggja sig upp að nýju en þar vantar ýmislegt eftir að myglusveppur gerði vart við sig í húsnæðinu þannig að henda þurfti fjölmörgum hlutum á haugana og gera endurbætur á húsnæðinu.
Fanney St. Sigurðardóttir, forstöðuþroskahjálfi, vill koma á framfæri þakklæti fyrir hönd Hæfingarstöðvarinnar til Lionessa í Keflavík fyrir stuðninginn, sem mun koma að góðum notum.