49.500 hafa safnast vegna Reykjavíkurmaraþons

Tæp 50 þús hafa safnast vegna áheita á tvo hlaupara sem hlupu fyrir Lions í Reykjavíkurmaranþoni, þá Jón Edvard Halldórsson og Sigurð Jónsson.  Við þökkum þeim fyrir að hjálpa okkur í þessu verkefni.
ReykjavikurmarathonLionshreyfingin á Íslandi vinnur nú að lokafjármögnun kaupa á augnlækningatæki fyrir Landspítalann Háskólasjúkrahús. Um er að ræða tæki til aðgerða innarlega í auganu svo sem í glerhlaupi, sjónhimnuaðgerðir svo sem við sjónhimnulos, aðgerðir vegna sykursýkisskemmda í augnbotni og loks vegna slysa á auga sem liggja djúpt í auganu.
Lionshreyfingin hefur látið sig málefni blindra miklu skipta og að þessu sinni er það verkefni Lionshreyfinginnar á Íslandi, sem í eru 2.400 karlar og konur, að kaupa þennan tækjabúnað. Þitt framlag skiptir miklu máli – Leggðu lið með því að heita á Lionshreyfinguna á Íslandi.