Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Þing- og protocol stjóri Kristinn Hannesson setti þingið í Neskirkju. Halldór Runólfsson formaður þingnenfdar flutti ávarp auk Herra Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands sem sæmdur var Melvin Jones viðurkenningu. Ávarp flutti einnig Elien Van Dille frá Belgíu, en hann er alþjóðastjórnarmaður Lionshreifingarinnar. Fjölumdæmisstjóri Noregs, Lill Anita Alver flutti einnig ávarp frá Norðurlöndunum. Þrír lionsfélagar voru sæmdir Kjaransorðunni þeir Daníel Björnsson, Guðmundur Rafnar Valtýsson og Pálmi Hannesson. Fyrr í apríl voru einnig sæmd orðunni þau Guðmundur Ingimundarson og Hrund Hjaltadóttir. Þá veitti Lionsklúbbur Mosfellsbæjar Björg Báru Halldórsdóttur Melvin Jones viðurkenningu.
Guðrún Björt Yngvadóttir 2. vara alþjóðaforseti Lions flutti erindi um hvernig hún sjái framtíð Lionshreyfingarinnar séð með hennar augum. Kristinn Hannesson ræddi um Alþjóðahjálparsjóðinn LCIF. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra ávarpaði þingið. Pálmi Hannesson ræddi um 100 ára afmæli Lions. Árni B. Hjaltason fjölumdæmisstjóri afhenti ungri stúlku viðurkenningu en hún var hlutskörpust um samkeppni um friðarveggspjald. Guðmundur Oddgeirsson fjölumdæmisgjaldkeri fór yfir reikninga fyrir starfsárið 2015 - 2016.
Ný lög fyrir fjölumdæmi 109 voru síðan samþykkt, en þau höfðu verið þýdd og aðlöguð að lögum alþjóðahreyfingarinnar. Áslaug Þórarinsdóttir kynnti lögin og svaraði fyrirspurnum.
Jón Pálmason var síðan kjörinn fjölumdæmisstjóri fyrir næsta starfsár. Ellert Eggertsson umdæmisstjóri í 109 A, Björn Guðmundsson umdæmisstjóri í 109 B og Björg Bára Halldórsdóttir vara fjölumdæmisstjóri.
Þingforseti var Jón Bjarni Þorsteinsson.