_Skólar embættismanna

Kristinn HannessonSkólar embættismanna.

Eftir skóla embættismannanna sem haldnir voru á tengslum við Lionsþingið hafa fjölmargir Lionsfélagar haft samband við mig og lýst yfir ánægju sinni með hvernig til tókst.  Sérstaklega hefur verið talað um hversu mikið leiðbeinendurnir höfðu lagt mikið á sig til að undirbúa sig sem best og hversu gott námsefnið var.
Það er svo auðvitað undir embættismönnunum sjálfum komið að nýta sér þessa góðu fræðslu klúbbunum og öðrum Lionsfélögum til hagsbóta.  Nýta það til að gera gott klúbbstarf enn betra.

Eftirtaldir leiðbeinendur stóðu fyrir skólunum og eiga þeir þakkir skildar.

Formannaskólinn:
Halldór Kristjánsson Lkl. Ásbirni Hafnarfirði, fjölumdæmisgjaldkeri.

Ritaraskólinn:
Guðmundur H. Gunnarsson Lkl. Fjörgyn Reykjavík, fræðslustjóri
Sigmar Arnar Steingrímsson Lkl. Fjörgyn Reykjavík

Gjaldkeraskólinn:
Guðjón Jónsson Lkl. Seltjarnarness
Margrét Jónsdóttir Lkl. Fold Reykjavík, friðarveggspjaldsfulltrúi 109 – B

Svæðisstjóraskólinn:
Hrund Hjaltadóttir Lkl. Fold Reykjavík, útbreiðslustjóri
Þorkell Cýrusson Lkl. Búðardals, annar varaumdæmisstjóri 109 – B

Kristinn HannessonKristinn Hannesson fjölumdæmisstjóri

Hátíð framundan.

Stærsti viðburður okkar ár hvert er að sjálfsögðu Lionsþingið okkar sem nú er farið að styttast verulega í.  6. – 7. maí næstkomandi munum við eiga skemmtilega og fróðlega daga saman í Stykkishólmi.  Á Lionsþingi komum við saman til að fræðast, fanga góðum árangri, skemmta okkur og kynnast fleiri góðum Lionsfélögum.

Sjálfur hef ég sótt öll Lionsþingin hérlendis síðan 1989 og hef alltaf jafn gaman af.  Mér finnst þetta nánast ómissandi hluti af Lionsstarfinu.  Reyndar er mig farið að hlakka mikið til að sækja þing án hlutverks.  Bara fara á þing til að kynnast fólki og skemmta mér.

Dagskráin verðu að venju fjölbreytt.  Skólarnir, skrúðgangan (munið stóru klúbbfánana) og þingsetning á föstudeginum og svo þing beggja umdæma og fjölumdæmis á laugardeginum.

Fræðsluteymið okkar og þeirra samstarfsfólk hefur haf nóg að gera við undurbúning skólanna en mjög brýnt er að viðtakandi klúbbstjórnir sæki allan þan fróðleik sem þar er að fá.  Ég veit að skólarnir eru vel undirbúnir, efnið sem þar er kennt er gott og leiðbeinendurnir góðir.  Þær klúbbstjórnir sem sækja skólana koma etur undirbúnar fyrir næsta starfsár.

Kynningarkvöldið á föstudagskvöldið á líka eftir að verða sérstök upplifun.  Haldið um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri sem mun láta úr höfn kl. 20:00.  Það er því betra að mæta á réttum tíma ef maður vill ekki missa af fjörinu.

Lokahófið verður stórglæsilegt og haldið á Hótel Stykkishólmi.  Dagskráin þar verður einföld.  Skemmtun, skemmtun og aftur skemmtun.  Okkur aðkomufólkinu er fyrir bestu að vera vel undirbúin því Hólmarar kunna svo sannarlega að skemmta sér.

Ég hvet alla sem koma í Hólminn til að hafa með fróðleiksfýsnina og léttu lundina.

Hlakka til að hitta sem flesta í Stykkishólmi

Kristinn HannessonKristinn Hannesson fjölumdæmisstjóri

Annasamri helgi lokið. (11.04.2011)

Helgin 8. – 10. apríl var annasöm hjá okkur.  Lionsfélagar um allt land tóku þátt í Rauðu Fjaðrar söfnuninni, sumir stóðu við verslanir, aðrir gengu í hús eða keyrðu milli bæja í dreifðari byggðum landsins.  Eitt er alveg víst  Linsfélagar um allt land lögðu mikið á sig til að þessi söfnun gæti gengið sem allra best.

Við vitum ekki enn hver útkoman verður en við getum samt glaðst í hjarta okkar yfir vel unnu verki.  Við getum glaðst því við vitum að við gerðum okkar besta til að aðstoða blinda og sjónskerta, lesblinda og aðra sem erfitt eiga með lestur venjulegs leturs.  Við gleðjumst yfir þeim straumhvörfum sem nýr talgervill á eftir að verða í lífi þeirra sem á honum þurfa að halda.

Þó að söfnuninni sé formlega lokið er þó enn hægt að taka þátt.  Hægt er að leggja beint inn á reikning söfnunarinnar, 0111-26-100230 kennitala 640572-0869.
Söfnunarsímarnir 9041010, 9041030 og 9041050 verða opnir til loka apríl en þar leggjast ýmist 1.000, 3.000 eða 5.000 kr. símareikning þess sem hringir.

Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki utan hreyfingarinnar sem hafa lagt okkur lið.
Auk þess að gefa 1.000.000 kr. í söfnunina tók Landsbankinn tók að sér að vera fjárgæsluaðili og að sjá um talningu úr söfnunarbaukunum.
Síminn hefur ákveðið að taka ekki þjónustugjald fyrir söfnunarnúmerin.
Eimskip Flytjandi sá um að koma söfnunarbaukum til klúbba úti á landsbyggðinni á endurgjalds.
Samhentir – Kassagerð ehf. gáfu alla pappakassa fyrir flutninginn og tóku sérstaklega fram að þeim þætti heiður að fá að styðja Lionshreyfinguna við þetta verkefni.
Fjölmargir listamenn lögðu söfnuninni lið með því að lesa inn á auglýsingar án endurgjalds.

Meðal Lionsfélaga hvíldi að sjálfsögðu mest á Rauðu Fjaðranefndinni en í henni voru Anna Kristín Gunnlaugsdóttir Lkl. Fold formaður, Einar Þórðarson Lkl. Fjörgyn, Margrét Jónsdóttir Lkl. Fold, Sigrún Pálsdóttir Lkl. Perlan og Tómas Jónsson Lkl. Þorlákshafnar.  Eig þau öll mikinn heiður skilið.

Hafið kæra þökk allir Lionsfélagar fyrir ykkar frábæra framlag til þessa verkefnis.

 

Kristinn HannessonKristinn Hannesson fjölumdæmisstjóri

Annatímar framundan.  (31.03.2011)
Það eru miklar annir framundan hjá Lionsfélögum á Íslandi því auk þeirra verkefna sem klúbbar eru að sinna verður Rauðu Fjaðrar söfnunin í hámarki dagana 8. – 10. apríl. Eins og Lionsfélagar vita mun afrakstur söfnunarinnar renna til að styrkja Blindrasamtökin til kaupa á nýjum talgervli

 Hvað er talgervill?
Talgervill er hugbúnaður sem hægt er að keyra á ýmis konar vélbúnaði svo sem tölvum, fartölvum, símum, hraðbönkum, mp3 spilurum og fleiru, og breytir texta á tölvutæku formi í upplestur. Gæði talgervla eru metin út frá því hversu góður upplesturinn er og hversu nálægt náttúrulegum upplestri.
Slagorð söfnunarinnar „Frá texta til talaðs máls“ er því mjög lýsandi fyrir verkefnið.

Fyrir hverja er talgervill?
Þetta verkefni mun hafa mikil og jákvæð áhrif á lífsgæði þeirra mörg þúsund einstaklinga sem ekki geta lesið með hefðbundnum hætti, hvort sem er vegna blindu, sjónskerðingar, lesblindu, hreyfihömlunar eða af öðrum ástæðum. Nýr vandaður íslenskur talgervill mun jafnframt hafa mjög jákvæð áhrif á starfsemi Blindrabókasafns Íslands og Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Afnot af nýjum íslenskum talgervli mun verða endurgjaldslaus fyrir þá sem á þurfa að halda sökum fötlunar eða lesblindu.

 Hvað kostar talgervill?
Framleiðslukostnaður verður 495 þúsund evrur. Heildarkostnaður í íslenskum krónum er áætlaður um 80 - 85 milljónir króna. Það er því ákaflega mikilvægt að við sem Lionsfélagar látum ekki okkar eftir liggja og sýnum í verki að við erum „Riddarar Hinna Blindu“.
Áætlanir liggja fyrir um fjármögnun framleiðslukostnaðar og er stór hluti fjármögnunar tryggður.  Stefnt er að því að kynna prufu (beta) útgáfu talgervilsins á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2011 og talgervilinn verði síðan tilbúinn til notkunar í mars eða apríl 2012.

Hverni verður söfnunin kynnt?
Í vikunni fyrir söfnun mun verða öflug kynningarstarfsemi bæði í útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum.  Þekktir leikarar og tónlistarmenn hafa lagt lið með því að tala inn á þessar auglýsingar og eiga þeir þakkir skildar fyrir sitt framlag.

 

Kristinn HannessonKristinn Hannesson fjölumdæmisstjóri

Hvað er CEP.
Club Excellence Process er nýtt verkfæri (námskeið) sem alþjóðasamtökin hafa látið útbúa til að aðstoða klúbba við að gera góðan klúbb enn betri.

Námskeiðinu er skipt upp í fjóra kafla.
Fyrsti kafli fjallar um af hverju við erum Lionsfélagar, hverju við getum áorkað og hvernig við veljum okkur þjónustuverkefni við hæfi.
Annar kafli fjallar um einkenni góðs klúbbs, ýmsar hindranir, hvernig má bæta starfið og skoðanakönnun meðal klúbbfélaga.
Þriðji kafli fjallar um úrvinnslu skoðanakönnunarinnar og ítarlegar verkefnaval.
Fjórði kafli fjallar um markmiðasetningu, aðgerðaráætlun, framkvæmd og endurskoðun verkefnisins.

Gert er ráð fyrir að námskeiðið taka 4 – 5 klst. en því má gjarnan skipta í 2 x 2 klst. með smá heimaverkefnum.  Að loknu námskeiði er ætlast til þess að leiðbeinandinn fylgi klúbbnum etir og aðstoði eftir þörfum.

Námskeiðið hefur nú þegar verið „prufukeyrt“ með Lkl. Úu í Mosfellsbæ og voru þær mjög ánægðar með efnið.  Einnig hefur verið haldið námskeið í Lionsheimilinu þar sem aðeins var farið í hluta efnisins.  Þar vakti það svo mikla ánægju að einn klúbbur hefur þegar pantað námskeið fyrir næsta starfsár.

Við sem stöndum að þessu erum sannfærð um að þetta efni geti orðið klúbbum til góðs ef það er nýtt eins og til er ætlast. Við hvetjum klúbba til að skoða hvort ekki sé tækifæri til að setja námskeiðið inn í dagskrána hjá sér og hafa þá samband við fræðslustjóra.