_Umdæmi 109A

kristn

Kristín Þorfinnsdóttir umdæmisstjóri

Mikilvægasta verkefnið mitt þetta starfsárið sem Umdæmisstjóri í 109 A eru heimsóknir til klúbbanna.

Í umdæminu okkar eru 50 klúbbar, svo það má með sanni segja að það er töluvert púsluspil að ná að raða þessum heimsóknum rétt inn á dagatalið svo öllum klúbbum henti.

Í öllum þeim heimsóknum sem ég hef farið í hef ég fengið frábærar móttökur og góða kynningu og tilfinningu fyrir starfi klúbbanna.

Þó svo við störfum öll undir merkjum alþjóðasamtaka Lions og höldum í ramma og hefðir er óskaplega skemmtilegt að sjá hversu mismunandi klúbbar hafa skapað siði sína og venjur.

vi brum bili

Þetta eru mín kjörorð í vetur og tákn mitt er teikning af Ölfusárbrú.

Mér finnast þessi orð mjög táknræn um Lionsstarfið. Við erum alltaf að brúa bil með vináttunni og félagsskapnum sem við njótum í klúbbastarfinu okkar. Við brúum líka bil þegar við hjálpum, styrkjum þar sem erfiðleikar steðja að.

 Kristin Þorfinnsdóttir

Umdæmisstjóri 109 A
Starfsárið 2010-2011

Heimsóknir  mínar til kúbba í umdæmi 109 A

Takk mínir kæru Lionsfélagar fyrir frábærar móttökur og upplýsingar um starf ykkar í klúbbnum ykkar. Gangi ykkur vel í öllu ykkar frábæra Lionsstarfi.

Heimsókn til Lionsklúbbsins EMBLU

fani_embluLionsklúbburinn Embla var stofnaður 1989

Fyrsti kvennaklúbburinn sem stofnaður var hér á landi með nýjum félögum, þ.e.a.s. félögum sem ekki höfðu starfað sem Lionessur áður.

Embla hefur alltaf starfað af miklum krafti og telur nú 32 félaga.

Ég er sjálf félagi í Lkl. Emblu.

Fyrsta klúbbaheimsóknin sem umdæmisstjóri var til Lkl. Emblu.

Embla heldur klúbbfundi sína þetta starfsárið í Golfskálanum á Svarfhólsvelli, rétt austan við Selfoss. Golfskálinn er mjög notalegur fyrir þennan hóp, og rekstraraðilar þar hafa dekrað við okkur í veitingum.

Aðalfjáröflun klúbbsins þetta starfsár er útgáfa og sala á jólakortum og gekk það vel.

afhending_fanaVerkefnið sem klúbburinn hefur öll árin verið stoltastur af er Diskótek sem haldið er tvisvar á ári fyrir íbúa Sambýla á Selfossi og nágrenni og starfsmenn Verndaðs vinnustaðar. Þegar diskótek nálgast ríkir mikil eftirvænting þessara skjólstæðinga okkar, það er alltaf mikið dansað og sungið að ógleymdum kaffiveitingum að afloknum dansi.

Embla hefur til margra ára notið stuðnings Jóns Bjarnasonar til að sjá um diskótekið og á hann mikið þakklæti skilið fyrir aðstoðina.   Emblur veittu Jóni Bjarnasyni Melvin Jones viðurkenningu.

 

 

a_spjalli  vid_bordid

 

 

 

 

 

 

Heimsókn á Djúpavog.

Djúpav-1aBÚLANDSTINDUR BRÚNAHVASS
BRÝNIR Í SKÝJUM NÖF
EINS OG GAMALL GYLFI
GNÆFIR ANN YFIR HÖF

Lionsklúbbur Djúpavogs tók vel á móti okkur hjónum á Hótel Framtíð.

Þetta er fámennasti klúbburinn okkar en það er ekki alltaf stærðin eða fjöldinn sem skiptir máli heldur starfið.   Við verðum líka að horfa á íbúafjölda og samfélögin í heild sinni

Því er ekki að neita að starfið verður erfiðara á margan hátt þegar félagar eru svo fáir, sömu störfin lenda oft á sömu mönnunum.

Það mættu fleiri gestir á fundinn en við hjónin, þarna var gestur úr Lionsklúbbi Seltjarnarness ásamt eiginkonu sinni.

 

Djúpav-3aDjúpav-2a

Djúpav-4aÞeir félagar í Lkl Djúpavogs bættu við einum félaga í fyrra og eru að horfa á að bjóða fleiri  sem gestum til að kynnast starfinu.

Lionsfélagar á Djúpavogi hlúa vel að byggðarlagi sínu, svo eftir er tekið í samfélaginu.  

Dæmi um verkefni,  tölvukaup fyrir Grunnskólann, fjárhagslegur styrkur til Slysavarnafélagsins Báru og unglingaskipti svo eitthvað sé nefnt.

 

 

 

Heimsókn til Breiðdalsvíkur í Lionsklúbbinn Svan.

Breiðd-2a

Þetta er hún Svana mín, verndar-
vætturinn og félaginn á ferðum
milli klúbba
Wink

Ég hafði því miður ekki tækifæri á að heimsækja  Lionsklúbbinn Svan á þeirra fundardegi.

En stjórnin bauðst til að hitta mig á öðrum degi.    Ég átti mjög ánægjulega samverustund með stjórninni.  Klúbburinn er blandaður,  ekki fjölmennur.   Þau eru með örugga fasta fjáröflun sem er að hreinsa vikulega sorp frá húsum á Breiðdalsvík, einnig afla þau tekna með perusölu, blómasölu og fermingarskeytasölu.  Þau sjá einnig um 3 x 3ja kvölda félagsvist yfir veturinn sem er bæði fjáröflunar og félagslegt verkefni.

Lionsklúbburinn Svanur styrkir ýmis verkefni í heimabyggð sem utan hennar.

Sigríður Árnadóttir gjaldkeri klúbbsins færði mér að gjöf, brúðu sem skartar Lionsbindi.

Breiðd-1aÉg gaf brúðunni nafnið Svana og hún er búin að vera fylgdarmaður minn á alla fundi mína til annarra klúbba.   Sigríður er LCIF fulltrúinn okkar á svæði  1 – 2.

Lionsklúbburinn Svanur styrkir ýmis verkefni í heimabyggð sem utan hennar.

Sigríður Árnadóttir gjaldkeri klúbbsins færði mér að gjöf, brúðu sem skartar Lionsbindi.

Ég gaf brúðunni nafnið Svana og hún er búin að vera fylgdarmaður minn á alla fundi mína til annarra klúbba.   Sigríður er LCIF fulltrúinn okkar á svæði  1 – 2.

 

Heimsókn til Eskifjarðar.

Eskif-1aLionsklúbbur Eskifjarðar heldur fundi  í Slysavarnarfélagshúsinu á staðnum.

Þeir eru sýnilegir í starfinu og flagga alltaf Lionsfánanum á fundardegi.

Eskif-2aFélagar í klúbbnum skiptast á að vera í matar- nefnd.  Þeir elda alltaf sjálfir góðan kvöldmat  og nýta sér þetta sem fjáröflun ásamt öðrum góðum verkum.

Klúbburinn er í sókn, nýjir félagar að ganga til liðs við þá á starfsárinu og bjóðum við nýja félaga hjartanlega velkomna í Lions.

Lionsklúbburinn lagði í mikinn kostnað við að styrkja stafrænan búnað á röntgentæki Heilsugæslunnar á Eskifirði fyrir nokkrum árum og eru nú byrjaðir að safna aftur í sjóði sína.

 Eskif-4aEskif-3a

Svæðisstjórinn okkar á svæði  1 – 2 Einar Björnsson er félagi í Lionsklúbbi Eskifjarðar.

 

Heimsókn í Lionsklúbbinn MÚLA Á Egilsstöðum

egilst-2aLionsklúbburinn Múli á Egilsstöðum er blandaður klúbbur.  Tvær af þremur konum sem nú starfa í klúbbnum gegna stjórnarstörfum í ár.

Múli gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu.

egilst-1aÞeir styrkja mörg mismunandi mál og málefni og sinna ýmsum félagslegum verkefnum eins og til dæmis að sjá um jólaball í sveitarfélaginu.

Þeir hafa staðið vel við bak Ernu Friðriksdóttur sem er fötluð skíðakona á Héraði en hún er búin að keppa m.a. á Vetrarólympíuleikum.

 egilst-3a

Þau halda fundina á Hótel Héraði í glæsilegu og notalegu umhverfi.

Múli er að vinna ötullega í fjölgunarmálum.

Gangi ykkur vel í öllu ykkar frábæra starfi.

 

 

 

 

 

 

Heimsókn í Lionsklúbb Seyðisfjarðar

Seyðif-1aFormaðurinn hann Jóhann Grétar Einarsson bauð okkur að koma klukkutíma fyrir fundinn, því honum langaði til að taka á móti okkur og verða leiðsögumaðurinn  okkar, sýna okkur Seyðisfjörð og reyndist með lykla af nánast  öllum húsum á Seyðisfirði.

Undir hans leiðsögn urðum við vægt til orða tekið miklu fróðari um Seyðisfjörð, staðinn, íbúana, söguna og kraft þeirra til varðveislu sögu og muna staðarins.

Hann ætlar að verða svæðisstjóri á svæði 1 – 2 næsta starfsár.

Seyðif-2aGunnar Sverrisson félagi í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar  er GMT fulltrúi svæðisins.

Þeir sögðu mér með stolti frá því að klúbburinn þeirra væri blandaður klúbbur, það er einungis ein kona í klúbbnum hún er í stjórn og hún er ánægð með starfið.

Klúbbfundir haldnir í Öldurtúni félagsheimili aldraðra, hlýlegt hús eins og svo mörg falleg hús á Seyðisfirði.

Við vorum svo heppin að verða viðstödd  upplestur bæjarannáls sem klúbburinn hefur haldið utanum í fjölda ára.

Seyif-3Fjölmörg málefni styðja þeir við bakið á í samfélaginu sínu, hafa gert stórvirki til að kaupa ýmsan búnað fyrir Heilbrigðisstofnunina.  Þeir hafa staðið að blóðsykursmælingum ofl. Ofl.

Öflugt félagsstarf.  Kröftugur klúbbur.

Takk fyrir móttökurnar.

 

 

 

 

Kynningarfundur fyrir konur á Höfn í Hornafirði í október 2010

siggi_lLkl. Hornafjarðar var búinn að vera að undirbúa endurreisn Kolgrímu, kvennaklúbbs sem þar var. Þeir auglýstu  kynningarfund á Höfn  13. október s.l. Meira en 20 konur mættu á fundinn, nokkrar fyrrverandi  Lionsfélagar úr Kolgrímu. Niðurstaða þessa fundar var að yfir 20 konur skrifuðu undir það að vilja stofna kvennaklúbb á Hornafirði. Fjórar konur voru kosnar í stjórn á þessum fundi til að vinna áfram að málum. Þær gerðu það svo sannarlega, skiptu með sér verkum, formaður, gjaldkeri, ritari og formaður félaganefndar.

Ég átti fund með stjórninni tíu dögum síðar á leið minni heim frá austfjörðum, þá voru þær búnar að ákveða að halda nafninu Kolgríma, ákveða  fundarstað, fundartíma, afla sér gagna og upplýsinga, skipa varastjórn og voru komnar með enn fleiri konur á lista. Ég reyndi að styðja þær á allan hátt.

hofn_1Tók með mér gögn til Reykjavíkur svo flýta mætti allri meðferð. Þrátt fyrir að á fundi 13. október hafi verið ákveðið að stofna þennan kvennaklúbb, voru þær mjög ákveðnar í því að stofndagur klúbbsins ætti að vera formlegur 7. nóvember, þær ákváðu þetta af virðingu við hinn eldri klúbb Kolgrímu sem hafði verðir stofnaður þann dag árið 1986. Unnið var í málum, tölvupóstar gengu á milli og símtöl.  Ég fór austur til þeirra þennan dag til að vera viðstödd þennan merkisviðburð.

Formleg stofnun Lkl. Kolgrímu 28  konur gengu til liðs við hreyfinguna og það sem meira var, þær höfðu auglýst þennan stofnfund á innansveitar auglýsingarvef og það mættu fleiri konur á fundinn en voru búnar að skrá sig. Sjö þeirra lýstu áhuga á því að fá meðmælanda og mæta á næsta fund.

 

Heimsókn til Lionsklúbbs Hornafjarðar

linonsklubbur_fanarHeimsókn til Lionsklúbbs Hornafjarðar var mjög ánægjuleg að afloknum þessum jákvæða kynningarfundi með öllum þessum glæsilegu konum fyrr um daginn.

Formaður hafði líka boðið til fundarins, nýjum stjórnarkonum í væntanlegum nýjum klúbbi.

Formaður klúbbsins þetta starfsárið er Sigurður Guðmundsson, ekki slæmt að hafa Lóðsinn sem leiðtoga í klúbbnum.

Lionsklúbbur Hornafjarðar er mjög öflugur klúbbur, þeir telja nú í árslok 2010 47 félaga.

Þeir færðu deildina sína Kolgrímu sex konur yfir í hinn nýja klúbb Kolgrímu en eru líka búnir að taka inn 5 nýja félaga.

Þeir halda fundina í Pakkhúsinu við Víkurbraut, skemmtilegur fundarstaður sem gefur fallega umgjörð um starfið.

Þeir eru öflugir í fjáröflunum eins og t.d. sviðaveislu, útgáfu dagatals og kúttmagakvöld sem gefur þeim einna mesta innkomu, en ekki er að efast um margar vinnustundir sem þar liggja að baki.

hopmyndÞeir leggja ýmsum fjölbreyttum málefnum lið og ekki síst í heimabyggð.

Þeir eru sýnilegir, eins og t.d. flagga þeir alltaf Lionsfána á fundardegi þeirra – þetta vekur athygli í bæjarfélaginu og ég sem gestur í þeirra bæjarfélagi fann fyrir mikilli jákvæðni í garð Lions.

Það er líka svo gaman að sjá hvað markmiðasetning er mikils virði.

Ég nefni dæmi hann Guðbrand sérfræðing í kvennamálum sem löngu er orðin landsfrægur.

Eftir formannssetu hans fyrir ca 3 árum setti hann sér það að endurvekja kvennaklúbbinn á Hornafirði.

vid_bordid2Hann og þeir félagar unnu í málum og Guðbrandur var kallaður upp á hverjum fundi upp frá þessu að gefa skýrslu um hvernig kvennamálin hans  gengju.

Velgengni Guðbrandar og félaga hans í Lionsklúbbi Hornafjarðar fékk ég að njóta með því að hafa fengið að taka þátt í og fylgjast með stofnun Kolgrímu.

Ekki er heldur verra að allar þessar  Kolgrímur sem ég er búin að hitta eru hinir mestu Kvenskörungar.

Hornfirðingar – þið eruð frábærir og vinnið frábært starf.

 

 

Lionsklúbburinn Geysir heimsóttur.

Geysir-1aÞað var ánægjulegt að fara upp í Biskupstungur eða Bláskógarbyggð eins og þetta sveitarfélag heitir nú í dag.

Lionsklúbburinn Geysir er klúbburinn hans Kristófers Tómassonar varaumdæmisstjóra.

Klúbburinn er skemmtilegur, þeim félögum er að fjölga og breidd í aldri er töluverð.

Þeir halda hagyrðingakvöld, setja upp hrossakjötsveislu, gefa út símaskrá og hreinsa rusl svo eitthvað sé talið upp sem fjáraflanir þeirra.

Geysir-2aÉg var svo heppin að fá að vera viðstödd og taka þátt í inntöku nýs félaga í Lionsklúbbinn Geysi.

Velkominn í hópinn kæri Hallgrímur.

Það voru fleiri gestir en ég á fundinum  fyrrverandi  félagi þeirra og fyrrverandi formaður  sem fylgist  grannt með starfi þeirra – ég yrði ekki hissa að hann gengi aftur til liðs við kúbbinn hann Björn B Jónsson  ásamt öðrum gesti, annar Hallgrímur -  vonandi væntanlegur félagi einnig.

En þetta var mjög skemmtilegur fundur, til dæmis í þessum klúbbi er lesin upp framhaldssaga.

Það er sko hvati og hvatning til að komast á næsta fund og heyra framhaldið.

Svæðisstjórinn okkar Birgir Árdal var einnig á fundinum og  hvatti þá félaga til dáða.

Geysir-3aGeysir-4a 

 

Kæru Tungnamenn – takk fyrir móttökurnar og gangi ykkur vel.

 

 

 

Rangá deildin á Hvolsvelli.

 Ég fékk sem betur fer að taka þátt í kynningu fyrir konur á Hvolsvelli.

Jón Bergþór, Birgir okkar í Hveragerði og hann Kristófer voru búnir að vinna ötullega að þessari stofnun. Niðurstaðan varð að öflug kvennadeild var stofnuð á Hvolsvelli sem var gefin nafnið Rangá. Ég hef ákaflega mikla trú á þessari deild.   Þær eru öflugar, telja ekki eftir sér að mæta á fundi á öðrum svæðum ef þeim er boðið upp á það, mæta á svæðisfundi á öðrum svæðum. Mæta á námskeið – ég hitti þær um daginn og þær standa svo sannarlega undir öllum væntingum.   Til dæmis leyfum við okkur að segja að Lionsstarfið geti verið svo frjósamt.

Fjórar Rangárkonur hafa fjölgað mannkyninu frá því að deildin var stofnuð – hverju getum við glaðst meira yfir.
Þær tóku öflugan þátt í Rauðu fjaðrar söfnun nú á vordögum.
Búnar að skrá sig á þing og eru ófeimnar við að afla sér og leyta sér þekkingar.

Rangárkonur ég er mjög svo stolt af ykkur og skal reyna á allan minn hátt að styðja við bakið á ykkur – líka á næsta starfsári.

Heimsókn í Lionsklúbbinn Skyggnir.

Ég heimsótti Lionsklúbbinn Skyggnir á Hellu.
Þeir geta með stolti sagt frá  Deildinni Rangá, þar sem þeir komu vel að stofnun þeirrar kvennadeildar og eru þeirra LeiðarLjón.
Félögum í  Skyggni hefur því miður ekki fjölgað mikið nema með tilkomu Rangárdeildarinnar þeirra.

En þeir sinna umhirðu lóða fyrirtækis ( Umhverfismálin ) og gefa út auglýsngaalmanak.
Heimilisfólkið á Dvalarheimilinu Lundi njóta þeirra starfs óumdeilanlega ásamt öðrum margbreytilegum verkefnum sem þeir hafa stutt við í þeirra heimabyggð í gegnum tíðina.

Takk fyrir móttökurnar og ég óska ykkur alls hins besta.

Ég hvet ykkur til að halda utan um konurnar ykkar J
Jón Bergþór félagi í Skyggni er GMT fulltrúi á svæðinu og hefur unnið ötullega að félagafjölgun með þeim Kristófer Tómassyni og Birgi S. Birgissyni.

Heimsókn í Lionsklúbb Þorlákshafnar.

  

thorlakshofn_aaKlúbburinn minn er á svæði 4.

Að koma í Lionsklúbb Þorlákshafnar það er eitthvað sem ég ber sérstaka virðingu fyrir.   Þar er fyrrverandi umdæmisstjórinn okkar hann Guðmundur Oddgeirsson, þar er Tómas Jónsson fyrrverandi svæðisstjóri og núverandi sykursýkisfulltrúi ofl. Góðir öflugir Lionsfélagar.

Það gefur auga leið að þegar félagar í klúbbum hafa gefið kost á sér til umdæmisstjórnarstarfa, verður klúbburinn á margan hátt öflugri og fróðari.
Lionsklúbbur Þorlákshafnar sinnir umhverfismálum, ræktun og hreinsun á athyglisverðan hátt.
Þeir sinna einnig samfélaginu á hlýlegan hátt með jólasveinahlutverki og færa börnum gjafir.

Þeir hlúa að skólanum með því að veita viðurkenningar fyrir góðan námsárangur, svo og fjölskyldum sem eiga við vanda að stríða.  Lionsklúbbur Þorlákshafnar hefur líka styrkt hin ýmsu alþjóðlegu málefni eins og t.d. að hlúa að rústabjörgunarsveitinni okkar sem fór fyrst björgunarsveita til Haiti þegar þar ríkti neyðarástand.

Þeir hafa fengið á fundi til sín mörg fróðleg erindi.
Gangi ykkur allt í haginn og þakka ykkur hjálp og stunðing.

Takk fyrir móttökurnar.

Heimsókn til Lionsklúbbs Vestmannaeyja 29. Apríl.

Vestm_DSC0001Hátíðarfundur með eiginkonum.

Takk kæru félagar fyrir að taka svona vel á móti mér og maka mínum.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja er kröftugur kúbbur.

Var stofnaður 1974 og starfa nú 26 félagar í klúbbnum.

Þeir hafa aðstöðu í fallegu húsi Arnardranga sem er í eigu Rauða Krossins, en þeir Lionsfélagar hafa stuðlað að endurbyggingu og viðhaldi á húsinu og njóta báðir aðilar góðs af.

Klúbburinn dalaði dálítið um tíma en kraftaverk var gert fyrir rúmu ári síðan og fjölgaði verulega í klúbbnum sem hefur aukið alla starfsgetur og starfsgleði þeirra.

Ég met mikils að formaður var búinn að undirbúa sig vel.

Fræddi mig um sögu klúbbsins, hvað þeir væru að styrkja og upplýsti mig um allt þeirra starf á mjög greinargóðan hátt.

Vestm_DSC0015Á þessum hátíðarfundi gerðu þeir einn af félögum sínum að ævifélaga – Ágúst Ólafsson og færðu eiginkonu hans blómvönd.

Fundur þessi var haldinn á veitingastað í bænum, en að afloknum fundi fóru þeir með okkur og sýndu okkur Arnardranga – fundaraðstöðuna sína  og voru stoltir af.

Næsta starfsár ætlar einn af þeirra félögum Ingimar Georgsson að taka að sér svæðisstjóraembættið á svæði 4 – við óskum honum velfarnaðar í starfinu og ég efast ekki um að félagar hans styðji hann og styrki í því starfi.

Vonandi svæðisstjórans okkar verðandi verði samgöngur auðveldari.

Takk fyrir allt ykkar frábæra starf – þið hafið ekki bara stutt vel við nærsamfélagið ykkar – heldur hafið þið líka haldið á lofti því góða alþjóðastarfi sem við Lionsfélagar erum allsstaðar að vinna að – m.a. með því að vekja athygli  á því hversu miklu Lions og LCIF fékk áorkað með Gjöfum til Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum eftir gos.