Á öðrum degi vetrar

Samkvæmt almannaki okkar er veturinn runninn upp. Þaðsegir okkur að flestir eða allir lionsklúbbar hafa nú haldið nokkra fundi það sem af er starfsári. Fyrr í mánuðinum lagði ég ásamt konu og dóttur land undir fót og heimsótti lionsklúbba á Austfjörðum. Það var ánægjulegt að finna að þar er áhugi mikill fyrir starfinu þrátt fyrir að stærð klúbba sé misjöfn. Maður finnur það jafnvel betur í þessum litlu byggðarlögum hvað lionsklúbbar spila stórt hlutverk í samfélögunum. Þegar maður hlerar eftir því hjá fólki utan klúbbanna kemur það skýrt í ljós að klúbbarnir eru mikils metnir. Raunar er merkilegt hvað margir smáir klúbbar koma miklu í verk. Án þess að hallað sé á þá sem stærri eru. Í liðinni viku heimsótti ég ásamt Guðmundi Helga varaumdæmisstjóra Lionsklúbb nr 1. Lionsklúbb Reykjavíkur. Þar byrjaði þetta allt eins og við þekkjum. Sá klúbbur er í miklum blóma og tóku þeir inn á fundinum 34 félagann og sá 35 er vætnanlegur fyrir áramót. Einn var tekin inn í Árdísir á Selfoss. Það hafa verið teknir inn allmargir félagar í klúbbana á þessu hausti. En því miður hafa nokkrir yfirgefið lionshreyfinguna. Verið er að vinna markvisst með lista yfir fyrrverandi lionsmenn sem flutt hafa milli svæða. Í mínu daglega starfi og víða þar sem ég hitt fólk á þess að um lionserindi sé að ræða berst talið að lionshreyfingunni og finn ég að fólk er forvitið um starfið og félagsskapinn sem slíkan. Ég gríp það gjarnan á lofti og geri það sem ég geri til að kynna liosnstarfið. Ég hvet ykkur til að gera slíkt hið sama. Verum minnug þess að við erum þáttakendur í mjg sterkum hjálparsamtökum og ekki síður í skemmtilegum félagsskap. Höldum því á lofti.

Með samheldni vinnum við sigra.

Með Kveðju Kristófer