Lionshreifingin afhenti Blindrafélaginu afrakstur landssöfnunar Rauðu fjaðrarinnar fimmtudaginn 17. september á stofndegi leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins sem dugar fyrir tveimur leiðsöguhundum. Athöfnin fór fram í samkomusal Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Alls söfnuðust rúmar 15 milljónir króna. Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar Guðmundur Helgi Gunnarsson, fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi afhendir Blindrafélaginu söfnunarféð.