Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Alþjóðastjórnarfundur Lions var haldin í borginni Ojai í Kaliforníu í síðustu viku. Okkar frábæri Kristinn Hannesson er „Board appointee” og tók þátt í fundinum.
Á alþjóðaþingi er kosin stjórn til að fara með vald alþjóðasambandsins milli þinga. Alþjóðastjórn Lions skipa 44 einstaklingar, þ.e. alþjóðaforseti, fyrsti og annar varaforseti, fráfarandi alþjóðaforseti og 34 kjörnir alþjóðastjórnarmenn „International Directors“ (þar af 6 frá Evrópu), en auk þess skipar alþjóðaforseti 6 menn í alþjóðastjórn „Board Appointee“. Alþjóðastjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára en aðrir í alþjóðastjórn (forsetar) til eins árs. Ákveðinn fjöldi alþjóðastjórnarmanna er frá hverju hinna sjö skipulagssvæða (heimsálfa/heimshluta). Þannig er tryggt, að hver klúbbfélagi geti látið rödd sína heyrast, í gengum sinn umdæmisstjóra, sem getur auðveldlega haft samband við sinn alþjóðastjórnarmann.