Árið 2012 hjá Lkl. Húsavíkur

Árið 2012. Er mikið afmælis ár í Lionsklúbbi Húsavíkur, merkisafmæli hjá mögum félögum  og hófst þessi törn  1. jan þegar Tryggvi Finnson varð 70. ára, Haukur Logason 75.ára , Guðmundur Guðjónsson 60. ára. Ásmundur Bjarna 85. ára, Tryggvi Óskars 70. ára  Árni Vill  75. ára. svo bara heldur þetta áfram út árið.

Á fundi 1. mars afhenti Lionsklúbburinn Björgunarsveitinni Garðari gjafabréf  kr. 300,000,- sem styrk til kaupa á björgunarbát. Við styrknum tók Sigrún Þórólfsdóttir

 

Sigrun_takkar 
Sigrún þakkar.

Á fundi Lionsklúbbs Húsavíkur 15. mars var Ásmundur Bjarnason gerður að Melvin Jones félaga. Ásmundur er einn af tryggu  meðlimum klúbbsins og aldursforseti 85 ára, mætir vel og ómissandi á klúbbfundi, Ádi er mikill sögumaður, hefur húmorinn í lagi og er  uppi með munnhörpuna  ef sungið er.

Asmundur_MelvinJons
Formaður afhendir Ásmundi Melvin Jones
klar_kollinum
Karlinn þræl klár í kollinum

Ádi hikar ekki við sem ljónatemjari að áminna og jafnvel að kæra, og svo ekki síst að reka menn úr og í skó eftir því sem við á. Eitt sinn kom Umdæmisstjóri sem er kona og sýslumaður í heimsókn og fór úr skónum, þetta fór illa í Ásmund , hann  þorði  ekki að kæra frúna enda var hún sýslumaður. Ásmundur var settur af sem ljónatemjari í fyrra, því yngja átti upp í því embætti, Ásmundur setti þá ofaní við formann og sagði að þetta þætti sér skrítið,“ því Villi sem taka átti við því embætti“ er 1-2 árum yngri,  og yrði fljótur að ná sér í aldri, þetta sá formaður og skipaði Áda aftur ljónatemjara, og allt féll í ljúfa lög. 

Adi_laetur_Tryggva_heyra_a
Ádi lætur Tryggva heyra það                 

TryggviOskars70ara
Tryggvi tekur við skyldi.  Tryggvi  Óskarss 70 ára 

Guðmundur Guðjónsson og Tryggvi Óskarsson áttu merkisafmæli. Guðmundur 60 ára. Og Tryggvi 70 ára. við það tækifæri,  tilkynnti  Tryggvi að hann ætlaði ekki að halda okkur veislu en ætlaði að gefa klúbbnum   kr.1000,- fyrir hvert ár sem hann hafði lifað, magnaður bóndi og  góður Lionsfélagi hann Tryggvi.