Blóðsykurmælingar á Hellu og Hvolsvelli

Blóðsykurmælingar á Hellu og Hvolsvelli
Föstudaginn 21. nóvember fóru fram sykursýkismælingar á Hellu og Hvolsvelli að undirlagi Lionsklúbbsins Skyggnis. Allt gekk með ágætum, mælt var á Hellu í Miðjunni, en þar eru fjórar verslanir opnar á þessum tíma, frá kl. 14:00 - 17:00 og á sama tíma á Hvolsvelli rétt innan við anddyri matvöruverslunarinnar Kjarvals. Tveir hjúkrunarfræðingar mældu á Hellu og einn á Hvolsvelli. Sex lionsfélagar stóðu vaktina og hvöttu fólk til að fara í mælingu. Nánast allan tímann var fólk í mælingum, margir komu gagngert eftir að hafa séð auglýsingar frá klúbbnum sem birtust í bæjarblaðinu Búkollu og í byrjun mynduðust biðraðir. Á Hellu voru 168 manns mældir, flestir voru á eðlilegu róli, en nokkrir voru beðnir að leita frekari rannsókna á heilsugæslustöðvunum í næstu viku. Sama átti við á Hvolsvelli, en þar voru 91 mældir eða 259 samtals á báðum stöðum. Allir sem tjáðu sig við fulltrúa Skyggnis voru ákaflega ánægðir með þetta framtak, hjúkrunarfræðingarnir voru mjög ánægðir með þessa miklu þáttöku. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir framkvæmdina. Meðfylgjandi myndir eru teknar í Miðjunni á Hellu. davidgauigunnar