Á hverju ári berast Landspítalanum gjafir frá fólki, stofnunum og fyrirtækjum. Árið 2012 var einstakt hvað þetta varðar en þá bárust sjúkrahúsinu gjafir að andvirði 460 milljóna króna. Stærstur hluti gjafanna var í formi lækningatækja og ýmiss konar búninga.
Þessi stuðningur er Landspítala ómetanlegur, segir í ársskýrslu LSH sem kom út í dag.
Lionsklúbbar gáfu til dæmis augnlækningadeild tæki að verðmæti um 20 milljónir króna, með stuðningi alþjóðahjálparsjóðs Lions, í tilefni af 60 ára afmæli Lions á Íslandi. Hringskonur voru stórtækar að vanda og færðu meðal annars Barnaspítala Hringsins 70 milljónir króna til tækjakaupa í tilefni af 70 ára afmæli Barnaspítalasjóðs Hringsins.