Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Ég blessa þann dag sem kynni mín af Lionshreyfingunni hófust. Faðir minn var einn af stofnendum Lionsklúbbs Selfoss og móðir mín varð seinna Lionnessa. Ég fór á hverju ári í uppgræsluferðir í Þjórsárdal með pabba á vegum Lionsklúbbs Selfoss. Þetta voru hinar ánægjulegustu ferðir og lærdómsríkar fyrir unga sál. Í gegnum foreldra mína kynntist ég samtakamætti Lionshreyfingarinnar.
Lionsklúbburinn Embla var stofnaður fyrir tæpum 22 árum. Mér bauðst að taka þátt í því ævintýri. Klúbburinn hefur starfað að miklum þrótt frá upphafi og haft að kjörorði VIÐ LEGGJUM LIÐ.
Að gangast Lionshreyfingunni á hönd er það besta sem fyrir mig hefur komið. Þessi hreyfing dregur fram alla kosti í mannlegu eðli. Hún kennir manni stundvísi og reglusemi. Hún kennir manni að taka tillit til annarra og þegar eitthvað bjátar á í lífi manns þá er samtakamáttur mikill og haldið þéttingsfast um mann. Það er ómetanlegt fyrir alla félagana að finna þessa vináttu.
Einn er sá þáttur sem er ómetanlegur, en það er fræðsluhliðin. Á fundi til okkar hafa komið hið áhugaverðasta fólk til að fræða okkur og upplýsa.
Maður hlakkar alltaf til að fara á fundi því engin veit hvað bíður manns. 30 hressar konur eru til staðar með opinn faðminn.
Stofnfélagar Emblanna eru flestar starfandi enn og hafa, að ég held, aldrei verið brattari.
Það er mikið líf í klúbbnum sem bendir til þess að Lionshreyfingin er ómissandi í hugum margra. Við höfum stutt við bak bæjarbúa í sorg og í gleði og erum hluti af okkar samfélagi.
Lionshreyfingin hefur gefið mér mikla ánægju og lífsfyllingu, þökk sé Melvin Jones.
Elín Arnoldsdóttir, Lkl. Emblu.