Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Undanfarna áratugi hefur Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri staðið fyrir opnu móti fyrir fatlað íþróttafólk. Mótið nefnist Hængsmót og fer 40. mótið fram dagana 28.-30. apríl í Íþróttahöllinni á Akureyri. Dómgæslu annast Hængsmenn enda flestir með dómaraskírteini í Boccía.
Fyrsta mótið var haldið vorið 1983 og þrátt fyrir að tvö Hængsmót hafi fallið niður út af Kórónuveiru faraldrinum, merkjum við mótið það 40. enda hafa Hængsmenn staðið fyrir mörgum öðrum mótum svo sem norðurlandsmótum og Íslandsmótum.
Mótið verður sett í Höllinni laugardaginn 28. apríl kl. 1000 og keppni hefst kl. 1100 í einstaklings keppni þroskahamlaðra í Boccía. Auk Boccía, liða og einstaklingskeppni verður keppt í borðtennis. Keppendur eru yfir 150 talsins en með fararstjórum og aðstoðarmönnum telur hópurinn yfir 200 manns.
Hængsmótinu lýkur með veglegu lokahófi í Íþróttahöllinni kl. 1900 á sunnudagskvöldið og verður þar m.a. boðið upp á góðan mat, margvísleg skemmtiatriði ásamt verðlaunaafhendingu, happdrætti og dansleik á eftir. Verður þar margt góðra gesta og mikil gleði að venju.
Hængsmótið er stærsta og jafnframt skemmtilegasta verkefni Lionsklúbbsins Hængs.
Við tökumst á við þetta stærsta verkefni okkar á hverju ári af mikilli ánægju, því að við vitum að laun okkar fyrir mikinn undirbúning og mikla vinnu eru ríkuleg og ekki í líkingu við nokkuð annað. Geislandi bros og innilegt þakklæti sem kemur beint frá hjartanu eru stórkostleg laun.
Við óskum keppendum sem og öllum þátttakendum góðs gengis á 40. Hængsmótinu.