Fjölmennt Lionsþing í Hólminum

Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu um helgina:

Gunnlaugur Árnason garnason@simnet.is

Landsþing Lionshreyfingarinnar er haldið í Stykkishólmi um helgina. Það er Lionsklúbbarnir Harpa og Llionsklúbbur Stykkishólms sem standa fyrir þinginu. Það er í fyrsta sinn sem Lionsþingið er haldið í Hólminum.

Þátttaka á þinginu er mjög góð og eru mættir fulltrúar frá meiri en 70 Lionsklúbbum á landinu. Áætlað er að fulltrúar, makiar og gestir séu yfir 300 manns. Í Stykkishólmi er mjög auðvelt  að taka móti svo stórum hópi bæði er góð aðstaða og  næga gistingu að fá.

Þingið fer fram í grunnskólanum, íþróttahúsinu, kirkjunni og Hótel Stykkishólmi.  Þessar byggingar eru nánast á sömu torfunni og í stuttu göngufæri hver frá annarri.

Gestir hafa fengið að njóta fyrstu vordaganna í sól og blíðu. Í gær voru haldnir skólar fyrir stjórnendur Lionsklúbbamma og þingsetning. Um kvöldið var siglt um spegilsléttan Breiðafjörð með ferjunni Baldri þar sem heimamenn buðum gestum upp á veitingar úr lífríki Breiðafjarðar. Í dag verður sjálf þingið og lýkur þinginu með Liónshátíð í kvöld. Fjölumdæmisstjóri er Kristinn Hannesson

Sjá greinina:>>>>>>