Fjölumdæmi-109

Benjamín JósefssonBenjamín Jósefsson 
fjölumdæmisstjóri MD 109

Júlí 2013

Ágætu Lionsfélagar nær og fjær !

Nú þegar tími sumarfría stendur sem hæst á Íslandi og Lionsfólk væntanlega og vonandi margt í fríi, finnst mér rétt að segja örlítið frá því sem ég hef verið þátttakandi í frá því að ég tók við embættinu.  Nýtt starfsár hófst þann 1. júlí s.l. og þann dag var haldið sem leið lá til Hamborgar á Alþjóðaþing Lionshreyfingarinnar.  Það er töluverður munur á því að fara á þing sem verðandi umdæmisstjóri, eða sem fjölumdæmisstjóri.  Ég sat tveggja tíma námsskeið fyrir fjölumdæmisstjóra á meðan umdæmisstjóraefnin, þeir Árni og Keli sátu á skólabekk í fjóra daga og ættu því að vera vel menntaðir í þeim Lionsfræðum sem snýr að starfi umdæmisstjóra. 

Fjolumdaemisstjori__umdaemisstjorar_2013_2014Þorkell Cýrusson umdæmisstjóri í B, Benjamín Jósefsson fjölumdæmisstjóri og Árni B. Hjaltason umdæmisstjóri A. Myndin er tekin á aðlþjóðaþinginu í Hamborg.

Þingið sóttu 20 Íslendingar og allir hjálpuðust  að við að gera gera okkar hlut sem bestan í þeim viðburðum sem sameiginlegir voru.  Sérstaklega vil ég nefna Hafnfirðingana okkar.  Þau stóðu sig eins og hetjur í skrúðgöngunni og mætti margur yngri vera fullsæmdur af þeirra frammistöðu þar.  Hafdís og Sigfríð, konur umdæmisstjóranna sáu um íslenska borðið á boðskvöldinu, borðið hafði Hafdís i hannað.  Þá var Kiddi Hannesar í lykilhlutverki á þinginu við samræmingu og skipulagningu  norrænu viðburðanna, þá var Dagný að sjálfsögðu með í för og síðast ekki en síst hann Kiddi D, barnabarn Kidda og Dagnýjar. 

Á þinginu kynnti nýr alþjóðaforseti  Lions Ástralinn Barry Palmer, kjörorð sitt, sem er „Follow your Dream“, eða uppfylltu draum þinn í gegnum Lionshreyfinguna.  Margir draumar hafa ræst með samstilltu átaki Lionshreyfingarinnar.  Draumar sem snúa að bættu samfélagi og hjálpsemi við þá sem minna mega sín í samfélaginu, sem einmitt lýsir inntaki Lionsstarfsins svo vel.   Þá kynnti forsetinn fyrir þingheimi þann ásetning að fjölga Lionsfélögum í heiminum um 500.00-  Og hvernig ætlað hann að framkvæma það ?  Jú, allir á þinginu fengu afhenta límmiða, sem á stendur „ I promise“ eða ég lofa og Barry Palmer lofaði að fjölga Lionsfélögum um fjóra.  Ég persónulega ákvað að breyta ekki út af vananum og einblína á að fjölga í mínum klúbbi um tvo.  Það hefur ekki gengið eftir enn, en ég held áfram og reyni að uppfylla markmiðið.  En það er önnur hlið á þessu máli og það er að halda félögum inni.  Ég tel það vera rétt að huga að innri málum klúbba og hvet því klúbba til þess að fá námskeiðið Breyting til batnaðar til sín í klúbbinn.  Ég hef trú á því að það komi félögum á óvart að fara í gegnum það námskeið.  Eitt er það mál sem ég hef mikinn áhuga á og það er kynning á störfum Lionshreyfingarinnar á Íslandi.  Undanfarin ár hefur okkur tekist að koma verkefnum okkar á framfæri í helstu fjölmiðlum landsins.  Ég vil því hvetja klúbba landsins til þess að nýta öll tækifæri sem þeir hafa til þess að segja frá sínu góðu verkum.  Það er alveg gráupplagt að nýta sér þessa nýju samfélagsmiðla eins og t.d. Facebook til að koma Lions á framfæri.  Ég vil ljúka þesari grein með því að þakka samferðamönnum mínum á alþjóðaþinginu kærlega fyrir samveruna og ánægjuleg kynni.  Og síðast en ekki síst óska ég öllu Lionsfólki velfarnaðar og ánægju í sínum störfum á komandi starfsári.

Benjamín Jósefsson
Fjölumdæmisstjóri 2013 - 2014