Frá Alþjóðaþingi

Seattle_2011_156_aÍslenskur hópur lionsmanna sem lagði leið sína á Alþjóðaþing hreyfingarinnar í Seattle er nú kominn heim aftur.

Það voru Kristinn Hannesson fráfarandi fjölumdæmisstjóri, Dagný Finnsdóttir kona hans, Árni V Friðriksson viðtakandi fjölumdæmisstjóri, kona hans Gerður Jónsdóttir, Bjarney Jörgensen viðtakandi umdæmisstjóri í 109 B, maður hennar Jón Þór Lúðvíksson, Kristófer Tómasson viðtakandi umdæmisstjóri í 109 A, Sigrún Jóna Sigurðardóttir kona hans, Guðrún Björt Yngvadóttir alþjóðastjórnarmaður, hennar maður Jón Bjarni Þorsteinsson GMT stjóri Norðurlanda, Pálmi Hannesson unglingaskiptastjóri og Sigríður Sigurhansdóttir kona hans sem skipuðu þennan góða hóp.

 Seattle_2011_349_a
Kristinn, Sigrún, Dagný, Jón Þór, Sigríður, Bjarney, Pálmi, Árni, Gerður, Guðrún og Jón Bjarni á góðri stundu

Meirihluti hópsins var mættur til Seattle að kvöldi 29 júní. Viðtakandi umdæmisstjórar voru í fjóra daga á skólabekk.  Sá bekkur taldi 25 verðandi umdæmisstjóra frá öllum Skandinavíulöndunum. Þar var fjallað um mörg viðfangsefni er bíða hópsins. Aðrir fulltrúar sinntu öðrum verkefnum þá daga.

Seattle_2011_346a
Fjölumdæmisstjóri Árni V Friðriksson
ábúðarfullur í skrúðgöngunni
.

Þann 5 júlí fóru þingfulltrúar í skrúðgöngu um Seattle borg og brugðu margir fulltrúar sér í þjóðbúninga síns lands. Það voru um 15.000 manns víðsvegar að úr heiminum sem tóku þátt í þinginu. Það fór fram á  íþróttaleikvanginum Key Arena. Wing Kun Tam frá Hong Kong var á þinginu kjörinn alþjóðaforseti hreyfingarinnar. Hans einkunnarorð eru ,,I believe,, eða Ég trúi. Meðal þess sem hann leggur áherslu á er gróðursetning trjáa. Þingið var tilkomumikið í alla staði og mikil upplifun að fá að vera þar viðstaddur.

Umdmisstjrar_og_fjlumdmisstjri__2011-2012_a
Umdæmisstjórar og Fjölumdæmisstjóri MD-109 2011-2012, Bjarney Jörgensen, Árni V. Friðriksson og Kristofer A. Tómasson. 

Nánari umfjöllunar frá þinginu er að vænta innan skamms.

Kristófer Tómasson