Frá Lionsklúbbnum Fjörgyn

Frá Lionsklúbbnum Fjörgyn
Merki

Frá Lionsklúbbnum Fjörgyn

Í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra þann 14. nóvember ár hvert hefur Lionsklúbburinn Fjörgyn boðið almenningi fría blóðsykurmælingu. Nú í ár var boðið upp á slíka mælingu föstudaginn 13. nóvember kl 13.00 – 19.00 í Krónunni á Bíldshöfða 20. Alls þáðu 503 einstaklingar, 300 konur og 203 karlar mælingu að þessu sinni. 22 einstaklingar mældust með mæligildi 8 eða hærra (hæst 13,2) og 2 einstaklingar með mæligildi undir 4. Samkvæmt viðmiðunarstaðli er mæligildi 8 og hærra hár blóðsykur og er þá rétt að leita læknis og láta skoða nánar og sama gildir ef mæligildi er undir 4 sem er lágur blóðsykur. Klúbburinn nýtur velvildar margra aðila við þetta verkefni og eru þeim færðar bestu þakkir. Fyrir hönd verkefnanefndar, Hjálmur St. Flosason, formaður   Fjörgyn I Fjörgyn II Tilkynning á vef