Blóðsykursmæling fór fram á vegum Lionsklúbbanna í Stykkishólmi, Lionsklúbbs Stykkishólms og Lionsklúbbsins Hörpu, laugardaginn 14. nóvember í Lionshúsinu. Þórný Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur, sá um mælingarnar. Blóðþrýstingur var líka mældur. Alls komu 52 einstklingar og létu mæla sig, 28 konur og 24 karlar. Mælingar á blóðsykri komu vel út, en blóðþrýstingur hjá þremur einstaklingum var of hár og var þeim bent á að fara í nánari athugun hjá hérðaslækni. Gestum var boðið upp á kaffi og piparkökur. Við sama tilefni afhentu fulltrúar Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands gjöf til Heilsugæslustöðvar HVE Stykkishólmi, sólarhringsblóðþrýstingsmæli ásamt hugbúnaði. Við gjöfinni tók Brynja Reynisdóttir yfirhjúkrunarfræðingur.