Fréttir frá fræðslustjóra

20110506_skolar_008
Áhugasamir nemendur undir handleiðslu Guðmundar Helga fræðslustjóra og Sigmars A. Steingrímssonar báðum frá Lkl. Fjörgin.

Fræðsla til félaga hefur verið með svipuðum hætti og síðustu ár, haldin hafa verið fyrirfram auglýst námskeið í Lionshúsinu við Sóltún og þá hefur líka verið farið út til klúbba og í tengslum við svæðisfundi með námskeið eftir óskum félaga hverju sinni. Í vetur höfum við haldið fjögur kynningarnámskeið um Lionshreyfinguna og tvö siðameistaranámskeið. Í janúar var kynnt nýtt námsefni frá alþjóðastjórn „ Club Excellese Process“ og var námsefnið þýtt og staðfært af Kristni Hannessyni fjölumdæmisstjóra. Námskeið þetta er hugsað sem verkfæri til að gera góðan klúbb betri, og er um 5 klst. að lengd. Námskeiðið var haldið í fyrsta sinn hjá Lkl. Úu og var það í umsjón Guðrúnar Yngvadóttur og Kristins Hannessonar. Kristinn ásamt Kristínu Þorfinnsdóttur héldu þetta námskeið fyrir klúbbadeildir á Suðurlandi. Stytt útgáfa af þessu námskeiði var á fundi hjá MERL hóp fjölumdæmis í Lionshúsinu í febrúar. Í mars var haldið námskeið í breytingastjórnun sem kallast „Áskorun til breytinga“.

IMG_8043x
Hrund Hjartardóttir fyllir nemendur fróðleik.

Á þessu starfsári var Leiðtogaskóli Lions haldinn í Munaðarnesi helgarnar 11. - 13. febrúar og 11.-13.mars s.l.  Þetta var ellefta skiptið sem boðið er upp á leiðtogafræðslu fyrir almenna Lionsfélaga.  Kennt var báðar helgarnar frá kl. 09:00 til 17:00 hvern dag alls 32 klst.  Milli skólahelganna unnu þátttakendur heimaverkefni. Alls reiknast námskeiðið því  40 klst. Þátttakendur að þessu sinni komu úr 16 klúbbum  víðs vegar af landinu, það voru 9 karlar og 21 kona sem luku skólanum í ár. Leiðbeinendur á þessu námskeiði voru þau: Guðrún B. Yngvadóttir Lkl. Eik, Hrund Hjaltadóttir Lkl. Fold, Halldór Kristjánsson Lkl. Ásbirni og Kristinn Hannesson Lkl. Mosfellsbæjar. Benjamín Jósefsson Lkl. Akraness og Þór Steinarsson Lkl. Fjörgyn gáfu umsagnir um ræður og heimaverkefni þátttakenda. Ábyrgðarmaður skólans fyrir hönd alþjóðastjórnar Lions er  Jón Bjarni Þorsteinsson Lkl. Mosfellsbæjar.

Kennt var m.a. efni sem Lions Clubs International hefur útbúið í leiðtogaþjálfun fyrir „ Lions Leadership Institute“. Kennarar skólans hafa þýtt allt námsefni skólans yfir á íslensku og útbúið öll námsgögn.

Greinilegt er að skólinn nýtur mikilla vinsælda hjá Lionsfélögum en í vetur komust ekki allir þeir að sem sóttu um þátttöku í skólanum.

Lionsþingið var að þessu sinni haldið í Stykkishólmi 6. – 7.maí. Kennsla  embættismanna fór fram í Grunnskóla Stykkishólms föstudaginn 6. maí. Kennarar skólanna í ár voru Halldór Kristjánsson Lkl. Ásbirni sem sá um formannaskólann, Guðmundur Helgi Gunnarsson og Sigmar A. Steingrímsson báðir í Lkl. Fjörgyn sáu um ritaraskólann, Guðjón Jónsson Lkl. Seltjarnarness og Margrét Jónsdóttir Lkl. Fold sáu um gjaldkeraskólann, Hrund Hjaltadóttir Lkl. Fold og Þorkell Cýrusson Lkl. Búðardals sáu um svæðisstjóraskólann. Í sameiginlegum skóla var viðtakandi embættismönnum kennt að tengjast nýja Lionsvefnum og setja inn efni og myndir og var það vefstjóri fjölumdæmis Jón Pálmason sem annaðist þá kennslu, einnig var kynning á MedicAlert og Lions Quest.

Við stafslok mín sem fræðslustjóri vil ég þakka öllum þeim sem komu að námskeiðahaldi og kennslu s.l. tvo  vetur fyrir einstaklega gott samstarf, vel unnin störf og gott námsefni sem miðlað var til Lionsfélaga víðsvegar um landið. Öll vinna við undirbúning og námskeiðin var unnnin í sjálfboðavinnu  og fyrir það færi ég þeim bestu þakkir.

Þá vil ég óska þeim Lionsfélögum sem taka við fræðslumálefnum hreyfingarinnar velfarnaðar í starfi á komandi árum.

Guðmundur Helgi Gunnarsson

fræðslustjóri MD 109