Fréttir frá Lionsklúbbi Akraness

Fréttir frá Lionsklúbbi Akraness
Vikan 19. – 25 apríl var afskaplega ánægjuleg fyrir félaga í Lionsklúbbi Akraness. Þriðjudaginn 21. apríl var haldinn aðalfundur klúbbsins, og á þeim fundi afhenti klúbburinn slysadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi að gjöf, gjörgæslutæki, sem kostar um 2,1 milljónir króna að frádregnum virðisaukaskatti. Tæki þetta fylgist með lífsmörkum sjúklinga svo sem hjartslætti, blóðþrýstingi og súrefnismettun. Laugardaginn 25. apríl var annar ánægjulegur dagur, en þann dag var Heilbrigðisstofnun Vesturlands afhent að gjöf nýtt tölvusneiðmyndatæki sem kostar um kr. 40.000.000. þegar virðisaukaskattur hefur verið dreginn frá. Lionsklúbbur Akraness gaf kr. 4.000.000.- í þetta nýja tæki. Lionsmenn á Akranesi geta verið stoltir af verkum sínum enda hafa þeir gefið á sjöundu milljón króna til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi þetta starfsárið. Þetta er afrakstur af útleigu á ljósakrossum í kirkjugarðinum og kunnum við Akurnesingum og öðrum bestu þakkir fyrir þeirra framlag. 002 Valdimar formaður afhendir Guðjóni Brjánssyni gjafabréf fyrir tækinu. 003 Fulltrúar Lionsklúbbs Akraness og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vesturlands