Fréttir frá Lionsklúbbi Þorlákshafnar

Lionsklúbbur Þorlákshafnar er kominn með heimasíðu.

Haustið 2011 var ráðist í að prufa heimasíðuformið sem boðið er upp á frá aðþjóðaskrifstofu Lions, Lions e-Clubhouse.  http://www.e-clubhouse.org 

Heimasíðuformið er nokkuð einfalt í notkun og kostar ekkert. Ágætar leiðbeiningar á ensku fylgja með. Helsti gallinn við þetta heimasíðuform er að nokkur takmörkun er á notkun íslenskra stafa og ekki er hægt að íslenska heiti staðalsíðanna. Einnig er takmörkun á fjölda síða.

Funda og viðburðadagatalið er mjög gott og uppfærist sjálfkrafa, næsti fundur/viðburður er efstur og það sem er liðið dettur sjálfkrafa út.

Boðið er upp á lokað félagasvæði þar sem hægt er að vera með félagatalið og fréttatilkynningar. Spjallkerfi er inn á félagavefnum en það er ónothæft vegna þess að þar er ekki hægt að nota íslensku stafina.

10. febrúar 2012. Guðmundur Oddgeirsson vefstjóri Lkl Þorlákshafnar.

Skjmynd_af_heimasu_Lkl_orlkshafnar