Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Á fundi Foldarkvenna í febrúar kom fram tillaga um hvort klúbburinn vildi taka þátt í ,,The Reading Action Program sem hér á landi gengur undir átaksheitinu ,,Lestrarátak Lions. Wayne Madden alþjóðaforseti Lions hefur átakið á stefnuskrá sinni og fékk það samþykkt í alþjóðastjórn að verkefninu verði haldið áfram næstu 10 ár.
Tillagan var samþykkt og af því tilefni gerðist Lionsklúbburinn Fold bókavinur Seljaskóla þann 9. apríl 2013. Þann dag heimsóttu Foldarkonur skólann og færði klúbburinn bókasafni skólans 100.000 króna framlag til bókakaupa. Bókasafnsvörður skólans hafði fengið að vita af gjöfinni og sá hún um bókakaupin og nú hafa tugir nýrra bóka bæst við bókakost skólans börnunum til mikillar gleði. Allar bækurnar eru merktar með kveðju frá Lionsklúbbnum Fold og þeim fylgja líka bókamerki. Sama dag var öllum 10 ára börnum skólans færð bókamerkin sem Lions á Íslandi hefur látið gera. Skólastjórnendur fögnuðu þessari höfðinglegu gjöf og sögðu að það væri ekki oft sem skólanum væru færðar slíkar gjafir.
Á þessum sama klúbbfundi í febrúar var ákveðið að Lkl. Fold gæfi 300.000 krónur í söfnunarátak vegna 40 ára afmælis Grensásdeildar LSH.Þau félög sem hafa notið líknarsjóðs Foldar undanfarið eru: Ljósið sem er endurhæfingar-og stuðningsstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra og Félagið Heyrnarhjálp vegna 75 ára afmælis þess. Nú í apríl sótti Fold um styrk til íslenska hjálparsjóðsins til að geta hjálpað fjölskyldu sem á um sárt að binda vegna alvarlegra veikinda og fékk góða úrlausn hjá sjóðnum. Foldarkonur halda árlega svokallað dömukvöld til að fjármagna líknarsjóð þá er boðið upp á happdrætti, skemmtiatriði og mikinn söng.
f.h. Lionsklúbbsins Foldar
Hrund Hjaltadóttir