Margt hefur borið á góma hjá Lkl. Hveragerðis undanfarna mánuði. Tveir félagar klúbbsins sýndu ljósmyndir frá Noregsferðum sínum í vetur á fundi á Hoflandsetrinu og vöktu þær myndir mikla lukku.
Þá var fundað í heitapottinum í sundlauginni að Laugarskarði og mæltist það vel fyrir. Menn fóru vel afslappaðir heim af þeim fundi. Þá kom Pjetur Hafstein Lárusson skáld og rithöfundur í heimsókn til okkar og sagðu frá verkum sínum, semog verkum Hveragerðisskáldanna svokölluðu. Sá fundur þótti sérlega athyglisverður og takast afar vel.
Lionsklúbbur Hveragerðis stóð síðan fyrir árlegum tónleikum sínum í Hveragerðiskirkju þann 16. mars. Fram komu; Barnakór Grunnskóla Hveragerðis undir stjórn Dagnýar Höllu Björnsdóttur, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson, Lay Low og Agnes Erla, Labbi og Bassi í Mánum, og Karlakór Kjalnesinga undir stjórn Örlygs Atla Guðmundssonar. Kynnir var Hjörtur Ben.
Allir sem fram komu og stóðu að þessum tónleikum gáfu vinnu sína, og rennur allur ágóði til góðra verka í nærumhverfi klúbbsins.
Loks fórum Lkl. Hveragerðis og Lkl. Eden saman í keilu 23. mars og kepptu sín á milli. Keilað var í klukkustund á 4 brautum en hver klúbbur var með tvær brautir. Eðli málsins samkæmt verður einhver að sigra og einhver að tapa. Það er lögmál sem ekki er undan vikist. Takk fyrir sigurinn stelpur.
Karlakór Kjalnesinga undir stjórn Örlygs Atla Guðmundssonar
Karlakór Kjalnesinga söng úti er fólkið streymdi út úr kirkjunni.
Agnes Erla og Lay Low
Svokallaðir HálfMánar - Dagný Halla Björnsdóttir, Bassi og Labbi úr Mánum
Barnakór Grunnskólans í Hveragerði undir stjórn Dagnýjar Höllu Björnsdóttur
Hjörtur Ben í gervi Mikka Refs úr Dýrunum í Hálsakógi í uppfærslu Leikfélags Hveragerðis
Pjetur Hafstein Lárusson, rithöfundur og skáld.
Raggi Bjarna og Ley Low