Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Miðvikudaginn 6. apríl síðastliðinn voru teknir inn þrír nýir félagar og verður sá fjórði tekinn inn þann 20. apríl næstkomandi. Þá mun Lionsklúbburinn Geysir telja 22 félaga. En einn félagi var tekinn inn í nóvember. Þess ber að geta að vorið 2008 fyrir þremur árum var félagatalan 11.
Helgina 8.-10. apríl lögðu klúbbfélagar Rauðu fjaðrar söfnuninni lið. Sérstök áhersla var lögð á að standa vaktina við kjörstað Tungnamanna og voru viðtökur afar góðar.
Seinna í vor verður farin enn ein fræðsluferð. Þá verður ekki farið langt yfir skammt, heldur að Drumboddsstöðum þar sem er mjög myndarlegur búskapur.
Lokafundur og stjórnarskipti eru fyrirhuguð fyrsta miðvikudag í maí.
Árleg gróðursetningarferð í Rótarmannatorfur á Kili verður að vanda farin fyrsta föstudag í júní.
Það má sjá á þessu að það er líf og fjör í Lionsklúbbnum Geysi, eins og svo mörgum, góðum félögum í sveitinni okkar.