Þann 11 febrúar fóru Lionsmenn í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðasveit og hittu einn nemanda. Hún heitir Sigrún Hekla Sigmundsdóttir og var hennar ritgerð valin til ad taka tátt í alþjóðlegri samkeppni sem fer fram í mars n.k. í New York í Bandaríkjunum. Sigrún Hekla var stjarna dagsins í skólanum sínum, allir nemendur skólans komu saman í sal og fékk hún óskipta athygli.Hún fékk viðurkenningarskjal og gjöf frá Lions, auk þess fékk hún ritgerðina sína útprentada bæði á íslensku og ensku. Svo las Sigrún Hekla ritgerðina sína fyrir okkur og nemendur og starfsfólk skólans. Ritgerðin hennar er um stríðið sem er milli Rússa og Úkraínu og er hún ad velta fyrir sér hvenig ástandið væri hér á Íslandi, og í sveitinni sinni ef slíkar hörmungar væru hér á landi. En óhætt er að segja ad Sigrún Hekla fylgist vel med, tví foreldrar hennar sögðu okkur að hún horfði á alla fréttatíma í sjónvarpi.
Viðtalið við Sigrúnu Helgu má sjá hér:
Heimsókn i Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðasveit