Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Á hverju ári hefur Alþjóðlega Lionshreyfingin staðið fyrir friðarveggspjaldasamkeppni meðal ungs fólks á aldrinum 11-13 ára. Þessi keppni hefur farið fram í 25 ár og hafa milljónir barna frá um 100 löndum tekið þátt í keppninni. Keppnin hefur hvatt unglinga um allan heim til að tjá sig um framtíðarsýn þeirra um frið. Þema keppninnar 2016-2017 er „A Celebration of Peace“, „að fagna friði/við fögnum friði“. Hvert plakat er dæmt eftir frumleika, listrænum verðleika og tjáningu á þema.
Veggspjöldin fara í gegnum nokkur stig, fyrst hérlendis og síðan erlendis ef þau komast áfram. Einn verður kjörinn aðalvinningshafi og síðan hljóta 23 aukaverðlaun.
Alþjóðlegur sigurvegari verður tilkynntur í kringum 1. febrúar 2017. Verðlaunahafi fær 5.000 dollara og ferð á sérstaka verðlaunaafhendingu en hinir 23 fá 500 dollara og viðurkenningarskjal.
Veggspjaldið má ekki vera minna en 33x50cm og ekki stærra en 50x60cm.
Þrívíddar myndir eru ekki leyfðar, ekkert má líma, hefta eða festa við veggspjaldið. Það ætti að vera á sveigjanlegu efni svo það skemmist ekki ef þarf t.d.að rúlla því saman. Ekkert má skrifa á sjálft spjaldið. Lions tekur ekki ábyrgð á ef það skemmist og verkið verður eign Lions eftir keppnina og áskilur Lions sér rétt til að nota nöfn þeirra og myndir sem taka þátt.
Ósk Aradóttir Lkl. Úu, ungmennaverkefnastjóri