Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lionsklúbbur Laugardals var stofnaður 13. maí 1972. Móðurklúbbur hans er Lkl. Hveragerðis. Eitt af aðal markmiðum klúbbsins er að stuðla að gróðurvernd og uppgræðslu og er það í takt við stefnuyfirlýsingu alþjóðastjórnar Lions í umhverfismálum frá sama ári. Þar segir m.a: Lionshreyfingin er ein þessara alþjóðastofnana sem ættu að leggja fram krafta sína til að bæta og vernda umhverfið til hagsbóta fyrir alla menn og afkomendur þeirra. Klúbburinn hefur frá stofnun tekið þátt í ýmsum verkefnum bæði innlendum og erlendum. Ófá eru þau verkefni sem klúbburinn hefur unnið að eða styrkt í nærumhverfi sínu. Má þar t.d. nefna heilsugæsluselið á Laugarvatni en flest tæki þar hefur klúbburinn kostað.
Björgunarsveitin Ingunn var stofnuð af frumkvæði klúbbsins og hefur hún verið styrkt af og til. Klúbburinn starfar í góðri samvinnu við önnur félagasamtök í Laugardalnum.