Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lionsklúbburinn Árdísir stendur fyrir fyrirlestri í Hótel Selfoss fimmtudaginn 23. febrúar kl.20, um
Sogæðanudd vegna bjúgs á líkama.
Fyrirlesturinn er fjáröflun fyrir líknarsjóðinn og stendur yfir í 30 mínútur en síðan verður boðið upp uppá umræður og spurningar. Aðgangur er kr1500. Boðið verður uppá kaffi.
Bjúgur er mjög falið og algengt vandamál sem læknavísindin hafa ekkert svar við. Eina þekkta lausnin við Bjúg á líkama er sogæðanudd.
Fyrirlesarinn er formaður Árdísar (Bryndís Ólafsdóttir) sem er sjúkraþjálfari og ein af fáum sogæðanuddurum hérlendis með alþjóðlega viðurkennt nám.
Við biðjum þig formaður góður, um að áframsenda þennan póst sem fyrst á alla félaga Lionsklúbbsins þíns og við biðjum alla félaga að láta ættingja og vini sem þjást af þessu vandamáli að nýta sér þetta fágæta tækifæri sem þessi fyrirlestur er.
Nánari upplýsingar hjá undirritaðri ef þess er óskað.
Einnig væri mjög gott að fá upplýsingar um fjölda þátttakenda hjá félögum svo hægt sé að átta sig örlítið á fjölda. Hægt er að senda á þetta netfang tilkynningu um þátttöku.
Bestu kveðjur