Fyrsta starfsár Lionsklúbbsins Seylu

Lionsklúbburinn Seyla hefur í vetur aldeilis verið duglegur klúbbur á sínu fyrsta starfsári í verkefnum og fjáröflunum.  Meðal fjáraflana hjá þeim er prjónaskapur á 400 handtöskum úr íslenskum lopa fyrir ráðstefnugesti norrænna landfræðinga sem er haldin hér á landi í júní.
DSC03918 

Að sjálfsögðu fer þorrinn af svona fjáröflun beint í önnur verkefni Lions og góðgerðastarf og Seyla tók þátt í sameiginlegu verkefni allra lionsklúbba í Garðabæ þegar keyptir voru 6 hljóðbókarspilarar handa nýju hjúkrunarheimili Ísafold.  Einnig dreifði klúbburinn bókamerkjum Lionshreyfingarinnar í apríl.

Nærsamfélagið á alltaf fastan sess hjá klúbbum og Seyla gefur útskriftarnema við Álftanesskóla bókagjöf fyrir góða frammistöðu í félagsmálum á skólaárinu sem fer að ljúka.

DSC03902

DSC03907DSC03908DSC03911DSC03912DSC03913