Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Þann 3ja september var haldinn fyrsti fundur starfsársins 2016 - 2017, sem var sameiginlegur fundur Fjölumdæmisstjórnar og Umdæmisstjórna A og B umdæma. Fundurinn var haldinn að Radison Blu.
Eftir ávörp Fjölumdæmisstjóra Árna Brynjólfs Hjaltasonar og umdæmisstjóranna Gunnars E. Vilbergssonar í A umdæmi og Bjargar Báru Halldórsdóttur í B umdæmi var farið yfir fjárhagsáætlun fjölumdæmisins, embættisbréf afhent, kynning á Alþjóðaforseta Lions Bob Corlew, sagt frá ungmennabúðum, fréttir frá GLT, lestrarátaki, 100 ára afmælisnefnd Lions, NSR þinginu, GMT konur í Lions, fréttir frá alþjóðastjórn, kynningarmál, vefsíðan, LCIF málefni alþjóðahjálparsjóðsins og ýmis önnur mál auk þess sem rætt var um húsnæðismálin og væntanlegan flutning skrifstofunnar í Hlíðasmárann.
Guðrún Björt og Jón Bjarni sögðu okkur frá því sem framundan er hjá þeim en þau munu verða mjög mikið á ferðinni um heiminn og því annasamir mánuðir og ár framundan hjá þessum frábæru hjónum og fulltrúum okkar.
Í ár heldur Lionshreyfingin upp á aldarafmæli sitt. Á meðfylgjandi myndum frá Gerði Jónsdóttur og Jóni Pálmasyni sem eru frá fundinum má einnig sjá Guðrúnu Björt Yngvadóttur standa við afmælisbílinn sem notaður verður á afmælisárinu á ferð um landið í heimsóknum til Lionsklúbba vegna viðburða á þeirra vegum.