Gáfu 2,2 milljónir til líknarmála

 Hafin er hin árlega fjáröflun Lionessuklúbbs Keflavíkur með sölu á hinum vinsælu sælgætiskrönsum. Verða þeir skreyttir íslensku konfekti í ár frá Freyju og Nóa Síríus.

Lionskonur_Kef_kransagerd_640_1

Síðastliðið ár gaf Lionessuklúbbur Keflavíkur 2,2 milljónir til velferðarmála og viljum við þakka Suðurnesjamönnum enn og aftur frábærar móttökur. Eins þökkum við Rauðakrossdeild Suðurnesja kærlega fyrir afnot af húsnæði í ár. Lionessur eru þegar farnar að bjóða kransana til sölu og reynum við að ná til sem flestra. Einnig er hægt að hringja í síma 898-9790 Hulda, 895-1299 Unna og 844-7057 Hanna.

Sjá Víkurfréttir >>>