Gefa Reykjadal tvo sturtustóla

UA_A_IMG_9420

Vel heppnuðu starfsári Lionsklúbbsins Úu er senn að ljúka, en aðalfundur var haldinn 7. maí.  Fimmti nýi félaginn var tekinn inn sem gerði fundinn mun hátíðlegri. 

UA_B_IMG_9404Í byrjun starfsársins gengu þrír fyrrum félagar aftur í klúbbinn.  Hefur því orðið 40%  aukning félaga á starfsárinu .  Á fundinum sagði formaður okkar frá viðurkenningu sem hún fékk frá alþjóðaforseta og afhent var á Landsþinginu. 

UA_E_IMG_9147Viðurkenningin var fyrir félagafjölgun, góð skýrsluskil og fjölbreytt félagsstarf í klúbbnum.  Vorum við afar stoltar og ánægðar..

Samantekt frá starfsárinu.

Haustið byrjaði á grænmetissölu þar sem við seldum vinum og kunningjum nýtt og ferskt grænmeti beint frá bónda.   

UA_F_11.11.11._VinkvennakvoldidHið árlega vinkvennakvöld sem er okkar aðal fjáröflun var haldið 11.11.11.  Þar mættu um 120 konur.  Þema kvöldsins var magadans og klæddu konurnar sig í takt við það og skemmtu sér vel.

UA_G_5.3.12.__Styrkur_afhentur_til_Reykjadals_i_MosfellsbaeÍ vetur var ákveðið að styrkja starfsemina í Reykjadal í Mosfellsbæ. En það er sumardvalarheimili fyrir fötluð börn og ungmenni sem rekið er af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.  Keyptir voru tveir sturtustólar og hefur verið ákveðið að halda áfram að styrkja Reykjadal.  Einnig verður farið þangað í vor til að snyrta utan húss og setja niður sumarblóm.

Höfum einnig veitt minni upphæðir til styrktar nokkrum málefnum.  ,,Margt smátt gerir eitt stórt´´.

Nokkrir fyrirlesarar hafa komið á fundi og flutt fróðleg erindi. 

UA_H_9._1_2012_Sykursykismaeling_a_fundi_Lkl._UuTókum þátt í sykursýkismælingum með Lkl. Mosfellsbæjar undir stjórn Jóns Bjarna Þorsteinssonar læknis og Lionsmanns í Krónunni í Mosfellsbæ.   Félagar voru síðan mældir seinna á fundi þar sem Jón Bjarni flutti erindi um sykursýki.  Allir sem mældust yfir mörkum gátu leitað til heilsugæslunnar.   

UA_I_16.4._2012.__Aprilganga__Útivist:  Fastar göngu og/eða heimsóknir í söfn eða fyrirtæki hafa verið farnar í vetur.  Tókum þátt í skemmtilegu kvöldi í Sæbjörginni slysavarnarfélagi Landsbjörg í boði Lkl. Foldar.  Skemmtilegt og fróðlegt kvöld.

Trjáplöntun:  Nýlega hefur klúbbnum áskotnast gróðurreitur í Skammadal í Mosfellsbæ þar sem við ætlum að planta 28 trjám í júní og hlúa að honum í framtíðinni.

Klúbburinn endar  starfið á því að fara í sumarbústað þar sem grill og gítar koma við sögu.   

Maí  2012

Eigið gott sumar, með Lionskveðju
Félaga og fjölmiðlanefnd  Dagný, Kristín og Sína