GLT = Nýtt fræðsluteymi

Nýtt fólk tekur við fræðslumálum                

GLT_nÁ síðasta þingi komu margir nýir félagar til starfa fyrir hreyfinguna okkar, bæði í umdæmisstjórnum og fjölumdæmisráði, meðal annars til fræðslumála. Þessi embætti voru áður kölluð Fræðslustjóri fjölumdæmisins og fræðslufulltrúar umdæmanna (Leadership Chairperson), sem hafa unnið sem „Fræðsluteymi“.
Nú hafa orðið breytingar á störfum „Fræðsluteymisins“, aukin áhersla er lögð á leiðtogaþáttinn, það að finna leiðtogaefni og þjálfa þá til forystustarfa. Fræðsla fyrir alla Lionsfélaga er mikilvæg eftir sem áður

Við köllum teymið núna „Leiðtogateymið“ og það skipa:
Kristján Kristjánsson, hann er stjórinn fyrir hönd fjölumdæmisins,
Björgúlfur Þorsteinsson, fulltrúi A-umdæmis og
Sigfríð Andradóttir, fulltrúi B-umdæmis.
Við óskum þau velkomin til starfa, en þau gegna þessum embættum 2011-2014.

Ný embættisheiti og útaukið verkssvið

Nýju störfin heita „Global Leadership Team“, skammstafað GLT, sem við höfum kallað „Alþjóðlegt teymi í leiðtoga-(fræðslu)málum“ og vísa til þess að það er núna í gangi alþjóðlegt átak til að bæta leiðtogamálin og alla fræðslu. Við kjósum að kalla þetta á íslensku bara „Leiðtogateymið“, sem er þriggja manna teymi, einn úr hvoru umdæmi og einn er úr fjölumdæmisráði, sá sem stýrir Leiðtogateyminu.

Hvað er þá þetta GLT (Leiðtogateymið)?

GLT kom í staðinn fyrir gamla fræðslustjórann okkar og er það aðeins umfangsmeira starf. Það hefur stundum verið sagt: „Lions glímir við félagavanda“ þar sem klúbbum helst illa á félögum. En í þessum klúbbum er því oftast þannig varið að: „Lions glímir við leiðtogavanda“. Oftast þarf öflugri, hugmyndaríkari, skipulagðari og hressari leiðtoga til að ná árangri. Þess vegna er þetta alþjóðlega átak í leiðtogamálum sett af stað. Markmiðið er að styrkja og fræða leiðtogana okkar, finna ný leiðtogaefni og þjálfa til forystustarfa og bjóða leiðtogum úti í samfélaginu að gerast Lionsfélagar. Lions vill áfram vera stærsta og virtasta sjálfboðahreyfing í heimi og til þess þarf hún öfluga leiðtoga sem stýra sterkum klúbbum með góðum félögum. 

Við köllum teymið núna „Leiðtogateymið“ og það skipa:
Kristján Kristjánsson, hann er stjórinn fyrir hönd fjölumdæmisins,
Björgúlfur Þorsteinsson, fulltrúi A-umdæmis og
Rúna Kristín Sigurðardóttir, fulltrúi B-umdæmis.
Við óskum þau velkomin til starfa, en þau gegna þessum embættum 2011-2014.

Ný embættisheiti og útaukið verkssvið

Nýju störfin heita „Global Leadership Team“, skammstafað GLT, sem við höfum kallað „Alþjóðlegt teymi í leiðtoga-(fræðslu)málum“ og vísa til þess að það er núna í gangi alþjóðlegt átak til að bæta leiðtogamálin og alla fræðslu. Við kjósum að kalla þetta á íslensku bara „Leiðtogateymið“, sem er þriggja manna teymi, einn úr hvoru umdæmi og einn er úr fjölumdæmisráði, sá sem stýrir Leiðtogateyminu.

Hvað er þá þetta GLT (Leiðtogateymið)?

GLT kom í staðinn fyrir gamla fræðslustjórann okkar og er það aðeins umfangsmeira starf. Það hefur stundum verið sagt: „Lions glímir við félagavanda“ þar sem klúbbum helst illa á félögum. En í þessum klúbbum er því oftast þannig varið að: „Lions glímir við leiðtogavanda“. Oftast þarf öflugri, hugmyndaríkari, skipulagðari og hressari leiðtoga til að ná árangri. Þess vegna er þetta alþjóðlega átak í leiðtogamálum sett af stað. Markmiðið er að styrkja og fræða leiðtogana okkar, finna ný leiðtogaefni og þjálfa til forystustarfa og bjóða leiðtogum úti í samfélaginu að gerast Lionsfélagar. Lions vill áfram vera stærsta og virtasta sjálfboðahreyfing í heimi og til þess þarf hún öfluga leiðtoga sem stýra sterkum klúbbum með góðum félögum.