GMT = Nýtt félagateymi

Ný og betri skipan á félagamálum

GMT_NSvipuð breyting átti sérstað með félagamálin.  Það sem áður var kallað MERL-teymið (skammstöfun á ensku embættisheitunum) er núna kallað GMT-teymið, eða „Félagateymið“. Viðfangsefni þessa hóps er að sinna félagamálum frá A til Ö. Það er að hvetja til og aðstoða klúbba við að fá nýja félaga. Einnig að aðstoða klúbba í baráttunni við brottfall, meðal annars með því að vinna með úrbótaferli fyrri betra klúbbstarf.
Félagateymið stendur einnig að stofnun nýrra klúbba.

GMT er skammstöfun á „Global Membership Team“ og við höfum kallað „Alþjóðlegt teymi í félagamálum“, en við köllum núna innanlands „Félagateymi“. Það er alþjóðlegt átak í félagamálum og er rík áhersla lögð á vinsamlegt og notalegt umhverfi klúbbsins.
Alþjóðaforsetinn bendir á að við eigum að hugsa um félagana eins og trjáplöntun. Það er ekki nóg að „hola því niður“  Fyrst þarf að undirbúa jarðveginn, planta varlega og huga að rótunum, sjá um að það fái vatn og næringu og hugsa vel um það næstu árin. Þessi tré skjóta rótum, vaxa, verða sterk, veita öðrum skjól. Þannig eigum við að sinna félagamálum.


Nýtt fólk tekur við félagamálum, það eru:

Benjamín Jósefsson, hann er stjórinn fyrir hönd fjölumdæmisins,
Birgir Birgisson, fulltrúi A-umdæmis og
Kristinn Hannesson, fulltrúi B-umdæmis.
Við bjóðum þau velkomin til starfa, en þau gegna þessum embættum 2011-2014.