Góður gangur í stofnun á nýjum klúbbi.

Góður gangur í stofnun á nýjum klúbbi.

Kynningarfundur var haldin fimmtudaginn 18.júlí sl. á Zoom. Mættur var hópur af áhugasömu fólki um stofnun netklúbbs. Þar voru hugmyndir að klúbbnum kynntar og sagt frá Lionshreyfingunni og hvað hún er að gera.  

Þessi nýi netklúbbur verður frábær vettvangur fyrir yngra fólk að móta nýjan klúbb eftir sínu höfði.  Samskiptamiðlarnir vera nútímalegir og verða á netinu. (Zoom, Discord og Facetime)

Komnar eru nokkrar hugmyndir að verkefnum en verkefni verða rædd þegar klúbburinn er farinn af stað.  

Þeir sem misstu af kynningunni geta haft samband við Ölmu Líf Þorsteinsdóttur og Úlf Atlason á Facebook PM (messenger).

Stofnfundur verður haldinn næsta fimmtudag kl.20:30 á Zoom.  Linkur verður sendur á stofnfélaga.