Haustferð Engeyjar

Í Lionsklúbbnum Engey hófst vetrarstarfið með ógleymanlegu ferðalagi um Fjallabaksleið nyrðri.  Lagt var af stað frá Lionsheimilinu að morgni 10. september í sól og blíðu sem hélst alla ferðina.  Landið skartaði sínu fegursta en fjallasýn í fjarlægð var nokkuð í móðu vegna ösku í lofti sem gaf ævintýrablæ.  Á leiðinni var stoppað bæði í Landmannalaugum og Hólaskjóli, nestinu gerð skil, umhverfið skoðað og útiverunnar notið. 

{gallery}myfolder/engey{/gallery}
Myndirnar eru teknar í ferð Lionsklúbbsins Engeyjar um Fjallabaksleið nyrðri haustið 2011.

Í ferðalok var snæddur þriggja rétta kvöldverður að Höfðabrekku í Mýrdal en áður höfðum við þegið veitingar í húsi sem félagi okkar, Heiðrún Rútsdóttir, á ásamt systur sinni í Vík í Mýrdal.  Á leið til Reykjavíkur var  komið við á Þorvaldseyri þar sem við sáum kvikmynd um gosið í Eyjafjallajökli og áhrif þess.  Það var komið fram yfir miðnætti þegar þreyttar og glaðar Engeyjarkonur komu í bæinn eftir 17 klukkustunda óbyggðaferð.