Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Fyrir páska í ár kom alþjóðaforseti Lions Barry J. Palmer og kona hans Anne til Íslands. Yfirstjórn Lions á Íslandi tók á móti honum og fór með honum í ýmsar heimsóknir.
Fyrsta kvöldið þann 7. apríl var farið í Lionsklúbbinn Úu í Mosfellsbæ, þar sem tekin var inn í Lions nýr Lionsfélagi.
Daginn eftir 8. mars var farin skoðunarferð um Reykjavík, þar sem komið var við í Perlunni og Hörpu. Eftir hádegi var forseti Ísland Ólafur Ragnar Grímsson heimsóttur. Hann tók vel á móti alþjóðaforseta eins og vant er. Af því loknu var farið í forsetareit Lionsklúbbsins Ásbjarnar, þar sem alþjóðaforsetar síðustu 16 ára hafa plantað þar tré. Um kvöldið var samkoma þar sem alþjóðaforsetinn tók á móti Lionsfélögum.
Þriðja daginn 9. mars var fundum þar sem alþjóðaforsetinn tók á móti leiðtogum Lions á Íslandi. Hann innti þá eftir hvað þeir ætluðu að gera til að ná stefnumálum sínum á síðast fjórðungi starfsársins. Foringjarnir leituðust við að svara því. Að þeim fundi loknum var farið í Mosfellsbæ og skoðað dvalarheimilið Eirhamar sem Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ hafa styrkt mikið. Auk þess var farið í ullarverksmiðju Ístex, en Ástralinn Barry J Palmer hóf starfsferil sinn sem ullarmatsmaður. Endað var á að skoða vistunarheimilið Hlein á Reykjalundi sem Lions styrkti með Rauðrar fjaðrarsöfnun og framlagi úr alþjóðahjálparsjóði Lions LCIF.
Tekið var eftir því hversu góður ræðumaður núverandi alþjóðaforseti Barry J Palmer er. Hann sagði á lifandi hátt frá starfi Lions í Afríku, Kolombíu og víðar og hvatti hann íslenska Lionsmenn til að fara til Afríku og gera gagn.
Við inntöku félaga í Lkl. Úu, frm. Svafa Harðardóttir, alþjóðaforseti Barry J Palmer, nýji félaginn Axelína M. Garðarsdóttir og meðmælandi hannar Signý Sigtryggsdóttir.
Í móttöku alþjóðaforseta, Anne og Barry J Palmer ásamt forseta Íslands Ólafi Ragnar Grímsson.
Hér hefur alþjóðaforseta gróðursett tréð sitt.
Mótta alþjóðaforseta var á fundartíma Lionsklúbbsins Emblu og ákváðu þær að koma fylgtu liði á fundinn og hitta Barry J Palmer.
Ferðahópurinn í dvalarheimilinu Eirhamar.
Lionsmaðurinn og forstjóri Ístex Guðjón Kristinsson sýnir alþjóðaforseta framleiðsluferlana.
Hér er hægt að sjá ferðasaga sem send verður alþjóðaforseta. >>>>>>>