Heimsókn Víðarrs í Skaftholt

viar fer  skaftholtÁr, 2010, miðvikudaginn 20. október, var ferð í að bænum Skaftholti á Skeiðum ,þar sem rekið er athvarf fyrir fatlaða einstaklinga . Er reksturinn sniðinn eftir kenningum heimspekingsins Rudolfs Steiners sem fallið hefur vel að þörfum þeirra einstaklinga sem notið hafa þar umönnunar.

Klúbburinn hefur áður heimsótt Skaftholt og veitt þar styrk, en það var fyrir 20 árum.

Á ferðinni austur var áð á veitingahúsinu Menem, sem mun þýða „fljótið“ á tailenskri tungu, en veitingahús þetta stendur á Selfossi. Var þar allur viðurgerningur með ágætum.

Síðan var haldið austur að Skaftholti og hlýddu félagar þar á fróðlegt erindi um reksturinn og svöruðu heimamenn spurningum þar að lútandi.