Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Félagar í Lions deildinni í Vestmannaeyjum, voru með fund sl. föstudagskvöld og heimsóttu Slökkvistöðina hér í bæ. Ragnar Baldvinsson slökkviliðsstjóri og Stefán Jónsson aðstoðarslökkviliðsstjóri, tóku vel á móti mönnum. Þeir sýndu gestunum hvernig bílarnir og öll tækin virka. Ingimar Georgsson formaður, fékk á sig reykköfunartæki og útskýrt var hvernig þau virka og notuð.
{gallery}myfolder/Vestmannaeyjar/Slokkvilid{/gallery}
Myndirnar eru teknar í heimsókninni. Á mynd no. 2 má sjá þá félaga Ágúst Óskarsson og Ragnar Baldvinsson slökkviliðsstjóra, Ágúst var í mörg ár slökkviliðsmaður í Vestmannaeyjum, en hann hefur látið af störfum vegna aldurs, en mætir samt í stórbrunum, svona til að hjálpa við starfið.
Þegar búið var að sýna mönnum hvernig tækin virka var þeim boðið upp á kaffi o.þh.
--
Óskar P. Friðriksson.