Hvað gerir ráðgjafi forsetans?

Í stutt máli: Hann situr í alþjóðastjórn, starfar í einni af nefndum alþjóðastjórnar, auk þess að vera í sérstakri ráðgjafanefnd forsetans. Forsetinn velur „Board Appointees“ (BA) úr sínum „innsta hring“ úr hópi þeirra sem hann þekkir vel og treystir best til að fylgja ákveðnum málum eftir og vera sér til ráðgjafar. Þeir koma flestir úr röðum fyrrverandi forseta og/eða úr stuðningsmannaliði hans (kosningarstjóri o.fl.).

Forsetinn velur og skipar átta manns í alþjóðastjórn „Board Appointees“ (BA), sem starfa með þeim 34 alþjóðastjórnarmönnum sem kosnir eru á alþjóðaþingi, ásamt forsetunum fjórum (Executive Officers), þ.e. alþjóðaforseta, fyrrverandi forseta, 1. og 2. varaforseta.  Alls eru því 46 manns í alþjóðastjórn.

Aðeins nánar: „Board Appointee“ (BA) tekur þátt í stjórnarstörfunum með sama hætti og alþjóðastjórnarmenn (ID), þ.e. situr fundi alþjóðastjórnar og er í einni af 8 nefndum alþjóðastjórnar. Allir í alþjóðastjórn hafa sömu frumskyldur, þ.e. að vinna heilindum jafnt að hagsmunum allra Lions í öllum heiminum. Kjörnir alþjóðastjórnarmenn eru þó fulltrúar sinar heimsálfu, tengiliðir  við Lionsfélaga, klúbba eða umdæmi á sínu svæði/álfu. Skipaðir alþjóðastjórnarmenn „Board Appointees“  (BA) eru hins vegar fulltrúar forsetans og tengiliður forsetans og nefndanna. BA eru „augu og eyru“ forsetans, láta hann vita um gang mála og gæta hans hagsmuna, þ.e. að hans áherslum sé fylgt.  BA er boðberi forsetans, gefur nefnd sinni og öðrum upplýsingar og réttu „línuna“. BA sitja auk þess sértaka fundi ráðgjafanefndar með forsetanum, þar sem staðan er tekin og stefnan mörkuð.


gudrun_yngvadottirHvers vegna ég? Ég spyr sjálfa mig, hvers vegna er ég valin  (er ekki í innsta hring) og hef engin svör. Þetta kom svo sannarlega á óvart, mikill heiður og mikil ábyrgð. Það eina sem ég hef heyrt, eru hin góðu orð sem hann hefur látið falla um mig sem formann „Leiðtogafræðslu-nefndar“ og þátttöku mína í „Women‘s Task Force“ (Átakshópi um fjölgun kvenna í Lions);  en ég sótti og stýrði nokkrum ráðstefnum um þau mál, m.a. í Hollandi, Kenýa, Nýja Sjálandi og Japan. Hins vegar þekkti Wayne dálitið til minna fyrri starfa fyrir Lions á alþjóðavettvangi á s.l áratug, en við höfum m.a. verið saman í kennslu á nokkrum alþjóðaþingum. Auk þess kynntist ég Wayne og Lindu konu hans ágætlega, þegar Jón Bjarni var í alþjóðastjórn fyrir 11 árum og hefur hann geta kynnst mér sem persónu og afstöðu til Lionsmála á þessum tíma. Ég er allavega mjög glöð og stolt af því að vera nú þriðja árið mitt í alþjóðastjórn og hef heitið því að leggja mig alla fram og sanna að ég sé traustsins verð og standi undir væntingum.

Guðrún Björt Yngvadóttir
PID, Board Appointee