Íslensk viðurkenning í samkeppni um besta friðarveggspjaldið.

Verlaunamynd_2011
Verðlaunamynd Emily Diná Fannarsdóttur 11 ára úr Gerðaskóla Garði

Emily Diná Fannarsdóttir 11 ára úr Gerðaskóla Garði er meðal þeirra 23 sem fá viðurkenningu af þeim 350.000, sem  sendu inn mynd í keppnina um besta friðarveggspjaldið. Emily Diná sendi myndina inn á vegum Lionsklúbbsins í Garði. Dómnefndin dæmdi eftir sköpunarkrafti, frumleika og tilvísun til þemans „Börn þekkja frið“. Sigurvegari keppninnar var Trisha Co Reyes 13 ára stúlka frá Filippseyjum.  Þau sem fengu viðurkenningu voru frá Brasilíu, Kína, Kólumbíu, Englandi, Gvam, Íslandi, Indlandi, Japan, Panama, Perú, Portúgal, Rúmeníu, lýðveldisins Suður-Afríku, Taívan, Taíland og Bandaríkjunum (Arizona, Connecticut , Georgia, Kansas, Minnesota, New Hampshire og Norður-Karólína)