Japans söfnun

shiogama
Söfnunarátakið vegna náttúruhamfaranna í Japan hefur  farið vel af stað. Í dag hafa safnast (á Íslandi) 2.271.000 kr. sem verður að teljast frábær árangur.

Þetta eru framlög bæði frá Lionsklúbbum, einstaklingum og fyrirtækjum. Það hefur til dæmis vakið athygli að Lionsfélagi sem á í viðskiptasambandi við Japani hefur lagt 500.000 kr. í söfnunina.

Margir klúbbar hafa tilkynnt að samþykkt hafið verið að leggja ákveðna upphæð í söfnunina. Flest þessara "loforða" hafa skilað sér en þó vantar talsvert upp á að þau séu öll komin. Klúbbar eru hvattir til að ganga frá slíkum "loforðum" að gera það sem allra fyrst. Aðrir klúbbar eru hvattir til að leggja átakinu lið við fyrsta tækifæri.

LCIF-reikningur Lions á Íslandi: 1175-26-007722. Kennitala 640572 0869

Söfnunin á alþjóðavísu hefur einnig gegnið mjög vel. Meira en 7.000.000 dollarar hafa safnast, neyðarstyrkir frá LCIF og fjölmargir styrkir frá Lionsfélögum og klúbbum vítt og breitt um heiminn. Þessu til viðbótar stefna Lionsfélagar í Japan á að safna ekki minna en 3.000.000 dollurum.

Þá eru ótaldir styrkir sem ekki eru beinir fjárstyrkir.

  • 30. mars komu 5 félagar frá Lkl. Shiogama með 10 tonn af hrísgrjónum og stóra farma af barnableyjum.
  • Sama dag komu 6 félagar frá Lkl. Yonezawa Matsukawa stórar farma af hrísgrjónum, ávöxtum, fatnaði og einnota grímum.
  • Hjálparsjóður 8 fjölumdæma í Japan hafa gefið 30 tonn af mat
  • Umdæmi 335A og 333C hafa gefið 10 tonn af mat
  • Umdæmi 332b og 332 C hafa gefið 20 tonn af mat

Svona væri lengi hægt að halda áfram en allar þessar upplýsingar má finna á heimasíðu LCIF.

Samantekt Kristins Hannessonar fjölumdæmisstjóra.